Réttur


Réttur - 01.01.1962, Side 8

Réttur - 01.01.1962, Side 8
8 R É T T U H Ef frá er skilið árið 1950, sem skar sig úr með lágt útflutnings- verðmæti, og litið er á þróunina á árunum 1951—1959, þá sézt, að aukning útflutnings á þessum árum er 330 millj. kr., en einmitt sósíalistísku markaðirnir keyptu af okkur 300 millj. kr. meira 1959 en 1951. Árið 1951 keyptu vestrænu markaðirnir af okkur vörur fyrir 669.4 millj. kr. en fyrir 703,3 millj. kr. 1959, og fyrir svipað verðmæti öll árin þar á milli. Iilutur sósíalistísku markaðanna í heildarútflutningsverðmæti íslendinga óx hröðum skrefum allan þennan áratug og var orðinn þriðjungur (33,65%) í Iokin, árið 1959. Þessar tölur verzlunarskýrslanna sanna þýðingu sósíalistísku markaðanna fyrir íslenzkan þjóðarbúskap á áratugnum 1950— 1959. Það eru þessir markaðir, sem stóðu undir þeim lífskjörum og framförum á Islandi, sem hyggðust á framleiðsluaukningu þessa tímabils. Þegar löndunarbannið verður í Bretlandi 1952 og meðan vest- rænu markaðirnir standa í stað um langt árabil, opnast sósíalistísku markaðirnir fyrir allar okkar framleiðsluvörur að því marki, sem við sjálfir ráðum við. Þannig erum við raunverulega jarnir að njóta hinnar sósíalistísku uppbyggingar Austur-Evrópu. Sérstaklega hafa sósíalistísku markaðirnir lyft undir hraðfryst- inguna, sem er sú vinnsluaðferð, sem mest eykur verðmæti aflans. Núverandi stjórnarstefna miðar að því að eyðileggja þessa markaði og innganga Islands í Efnahagsbandalag Evrópu mundi gersamlega loka þeim fyrir okkur af augljósum ástæðum. Viðskiptin eru jafnvirðiskaup, en Efnahagsbandalagið setur sérstakan toll á allar vörur utan Efnahagsbandalagsins, en í slíkri samkeppnisað- stöðu mundu vörur frá sósíalistísku mörkuðunum auðvitað ekki seljast, og grundvelli jafnvirðiskaupanna þannig kippt burtu. Hreinn voði er fyrir dyrum, ef íslendingar farga þessum dýr- mætu sósíalistísku mörkuðum og hindast á klafa Efnahagsbanda- lagsins. Skýrslur um innflutning frá þessum tveimur markaðshópum sýna, hvernig viðskiptin við sósíalistísku markaðina byggjast á jafnvirðiskaupum. Þaðan kaupum við jafnvirði þess, sem við seljum þangað. Á þeim viðskiptum getur ekki orðið halli, þótt reikningsskuld geti staðið um hver áramót á annanhvorn veginn. A töflu nr. II er yfirlit um innflutning okkar þennan áratug, og þarfnast hún ekki frekari skýringar:

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.