Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 52

Réttur - 01.01.1962, Page 52
52 RÉTTIII! grundvöllurinn er að vita um þarfir mannanna og finna aðferðir og tæki til að fullnægja þeim. Framtíðarhorfur mannkyns mótast gagngert af því, að heimur- inn í dag skiptist í auðvaldslönd, sósíalísk lönd og vanþróuð lönd. Vanþróuðu löndin eru að vinna sig áfram til fulls sjálfstæðis, losna undan áhrifavaldi kapítalísku stórveldanna, en verða tengdari sósí- alísku löndunum. — Reynsla sósíalísku landanna sýnir, að félags- leg hagræn þróun getur gerzt miklu hraðar, en var á nítjándu öld. Tíu til tuttugu prósent árlegur hagvöxtur getur látið hvaða land sem er komast upp fyrir hæsta efnahagsstig, sem til er nú, á skemmri tíma en einni mannsævi. Síðan, er fátækt og örbirgð hefur verið útrýmt, verða hinir gullnu tímar allsnægta og lífsgleði leiddir í hlað. Móttur mannlegrar skynsemi þekkir engin takmörk. Einn merkilegasti dráttur vorra tíma er, að í hagstæðu félags- legu umhverfi er mætti mannlegrar skynsemi í raun og veru engin takmörk sett. Ég skal nefna tvö dæmi, sem aðeins fimmtán ár skilja að. 1946 var ég í London á ráðstefnu kennara frá Asíu. Fulltrúi hinnar brezk-indversku stjórnar ávarpaði ráðstefnuna og sagði, að með núverandi áframhaldi mundi það taka þúsund ár að útrýma ólæsi í Indlandi. Að hans áliti var Indland svo fátækt, að það gat ekki séð fólki sínu fyrir uppfræðslu. En á hinn bóginn gætu hinir ólæsu og óskrifandi Indverjar ekki unnið sig upp úr fátæktinni. Eftir 200 ára brezka stjórn bafði svo lílið verið gert til að kenna fólki lestur og skrift, að þúsund ár minnst mundi þurfa til að gera það. En á þessu ári sá ég Gönu”, hvernig það land var að búa sig undir það frá og með september í haust að veita öllum íbúunutn barnaskólafræðslu. Sérhver sá, sem kann að lesa og skrifa, getur kennt öðrum. Útrýming ólæsis í hinum fyrri nýlendunt og hálf- nýlendum er sönnun þess„ að um aldir var hugarafl mannsins venjulega aðeins nýtt að lágmarki. Dæmi Kína sýnir oss, að á tíu * Landið Gana í Vestur-Afríku losnaði undan brezkri kúgun áriS 1958 og yarS sjálfstætt lýSveldi,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.