Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 31
R É T T U R 31 félagsanda, samhjálpar og samhyggju og alhliða þroskun einstakl- ingsins, og þar sem framleiðslan er ekki framleiðslunnar vegna, heldur mannsins vegna. 1 Ráðstjórnarríkjunum er að rísa ný manngerð við jákvæðar að- stæður, sem mannkynið hefur aldrei áður upplifað. Þessi nýi maður er nú í önn dagsins að sveigja þjóðfélagsþró- unina samkvæmt innri lögmálum hennar af stigi sósíalismans yfir á stig kommúnismans. Þetta var inntakið í 22. þingi Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna. Þetta var hið mikla viðfangsefni, sem mótaði ræður allra full- trúa, hvort sem það var forsætisráðherrann eða mjaltakonan sem talaði. Þetta er bálið mikla, sem lýsir nú Ráðstjórnarþjóðunum langt fram um veg hinnar kommúnistisku uppbyggingar allsnægta þjóð- félags, tuttugu ára framkvæmdaáætlun kommúnismans, sem auð- valdspressan óttast nú meir en uppreisnir og kjarnorkusprengjur. En samning liinnar nýju stefnuskrár, sem spennir fyrst og fremst yfir 20 ára uppbyggingaráætlun kommúnismans, var ekki auðvelt verk. Hún krafðist ákveðinna forsendna, ekki aðeins á sviði upp- byggingar líðandi árabils, heldur einnig á sviði lausnar ákveðinna vandamála, er snúa að framtíðinni, þeirra vandamála, hvernig ætti að byggja upp hið kommúnistiska þjóðfélag, eftir hvaða leið- um, í hvaða tilteknum formum. Það risavaxna verkefni að semja — í fyrsta skipti í sögunni — framkvæmdaáætlun um uppbyggingu kommúnismans í Ráðstjórn- arríkjunum krafðist rannsóknar og endurskoðunar á allri fenginni reynslu hins sósíalistiska þróunarskeiðs, ekki aðeins á þeim glæsi- lega árangri efnahagslegrar uppbyggingar og þjóðfélagslegra sigra, sem unnist höfðu, heldur og um leið óhjákvæmilega á þeim nei- kvæðu fyrirbrigðum, sem höfðu orðið fylgifiskar sósíalismans á tilteknu límabili. Þessi krítiska athugun var óhjákvæmileg í fyrsta lagi til þess að geta sameinað þjóðarfjöldann til samstilltrar baráttu fyrir mikil- fenglegasta Grettistaki allra tíma, uppbyggingu allsnægta þjóðfélags kommúnismans. Fyrst og fremst varð að segja skilið við hina svonefndu persónu- dýrkun, endurvekja sjálfstraust fjöldans, leysa sköpunarmátt hans allan úr læðingi, leiðrétta margskonar misferli á ýmsum sviðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.