Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 34
34 R E T T U R Inntak hennar er það, að haldist friður, mun núlifandi kynslóð Ráðstjórnarríkjanna upplifa háþróað menningar- og allsnægta- þjóðfélag kommúnismans á einum sjötta hluta jarðar. Hin nýja stefnuskrá Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna er sú þriðja i röðinni. Sú hin fyrsta var samþykkt á 2. þingi flokksins árið 1903. Megin stefnumál hennar var það að steypa keisaraveldinu af stóli, afnema hið borgaralega þjóðskipulag og stofnsetja sósíalistiskt ríki með valdatöku verkalýðsstéttarinnar. Með októberbyltingunni 1917 var þessi fyrsta stefnuskrá komin til framkvæmda. Arið 1919 samþykkti áttunda þing kommúnistaflokksins aðra slefnuskrá hans. Meginstefnumál hennar var það að skapa og byggja upp hið sósíalistiska þjóðskipulag í Ráðstjórnarríkjunum. Með hinum algera sigri sósíalismans í Ráðstjórnarríkjunum þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika, styrjaldir, andstreymi og mistök, hafa Ráðstjórnarþjóðirnar einnig framkvæmt þessa stefnuskrá og skap- að þar með skilyrðin fyrir hinni þriðju, þeirri,.er 22. þing kommún- istaflokksins samþykkti. Frumvarpið að hinni nýju stefnuskrá var lagt fyrir kominúnista- flokkinn og fyrir alla sovézku þjóðina til umræðu á síðastliðnu sumri. Þjóðin greip frumvarpið á lofti. Tugir milljóna manna sóttu umræðufundi um hana um land allt og hundruð þúsunda tóku til máls í umræðunum um hana. Ogrynni bréfa barst kommúnista- flokknum, blöðum og útvarpi og öðrum stofnunum. Sovétþjóðin hafði tekið hið nýja stefnuskrárfrumvarp að brjósti sér sem sitt eigið. Með miklum rétti gátu flutningsmenn frumvarps- ins á 22. þinginu haldið því fram, að hin nýja stefnuskrá væri verk sovézku þjóðarinnar í heild. Hin nýja stefnuskrá. Hin nýja stefnuskrá er marxisminn-leninisminn á núverandi skeiði þróunarinnar, þegar imperíalisminn er að falla og kommúnistiska þjóðskipulagið er að rísa. Stefnuskráin er í tveimur aðalhlutum, J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.