Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 42
42 R É T T U H aráætlun verður gerð um ráðstafanir til þess að girða fyrir sjúk- dóma, lækka veikindatölu, útrýma umferðapestum, lengja manns- ævina. Stórframkvæmdir verða á sviði hvíldar- og hressingarheimila, aðstöðu til íþróttaiðkana æskulýðsins o. s. frv. Ríka áherzlu leggur stefnuskráin á það að útrýma að fullu og öllu leifunum af þjóðfélagslega ójafnri aðstöðu konunnar, á það að tryggja henni fullkomna aðstöðu til þess að rækja jöfnum höndum hlutverk sitt sem móðir og sem fullgildur þátttakandi í lífi og stjórn þjóðfélagsins, að losa hana undan oki heimilisþrældómsins og veita henni skilyrði til að helga sig námi, listum og öðrum hugðarefnum. Orlof kvenna fyrir og eftir harnsburð verður lengt. Víðtækar fyrirætlanir eru um að skipuleggja þéttriðið net ný- tízkulegra veitingahúsa og matstofa, bæði á vinnustöðum og annars staðar. Þar mun verðlag lækka hraðar en í hinu almenna verzlunar- kerfi. Stefnt er að því, að á þennan hátt geti matsölur og veitinga- hús annað meiri matseld en heimilin. Aætlanir stefnuskrárinnar um þróun lífskjaranna í Ráðstjórnar- ríkjunum má marka nokkuð af eftirfarandi markmiðum, sem þær ætla sér að hafa náð um það bil, er tuttugu-áraáætluninni lýkur: Neyzlusjóðir þjóðfélagsins munu nema um það bil helmingi allra raunverulegra tekna íbúanna. Þjóðfélagið mun þá láta þegnunuin í té: Okeypis framfærslu barna í barnavislarstofnunum og heimavist- arskólum, ef foreldrar óska þess, framfærslu óvinnufærra manna, ókeypis fræðslu í öllum menntastofnunum, ókeypis læknishjálp til handa öllum þegnum þjóðfélagsins, ókeyp- is afgreiðslu lyfja, svo og hjúkrun sjúkra í heiisuhælum, ókeypis húsnæði, og er fram í sækir, almenningsþjónustu, án þess að gjald komi fyrir, ókeypis ferðir með almenningsfarartækjum, ókeypis not sumrar þeirrar þjónustu, er bæja- og sveitafélög veita, sífellda lækkun og að nokkru afnám dvalarkostnaðar í orlofsheim- ilum, gistiheimilum og ferðamannabúðum, mikla aukningu almennra bóta, hlunninda, námsstyrkja( greiðslna til handa ógiftum mæðrum, námsfjár handa stúdenlum), ókeypis matarveitingar (hádegisverður), sem smám saman munu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.