Réttur


Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1962, Blaðsíða 5
R E T T U R 5 II. Síðasta grein Rómarsamningsins, sú liin 240., er svohljóðandi: „Samningur þessi er gerður til ótakmarkaðs tíma.“ Hér eru farnar nýjar leiðir í gerð milliríkjasamninga, sem kemur upp um eðli Rómarsanmingsins. Hann er ekki milliríkj asamningur heldur stofnsamningur nýs ríkis. Að vísu er þvi ekki beinlínis haldið leyndu, að lokamark Rómarsamningsins sé að gera eitt heilsteypt ríki úr aðildarríkjunum öllum, en 240. gr. tekur af öll tvímæli. Milliríkjasamningar byggjast á þeirri forsendu, að aðilarnir séu fullvalda, þ. e. hafi lögsögu á landsvæði sínu og séu bærir að gera samninga um samvinnu eða samstarf við jafnréttháa og fullvalda samningsaðila. Af fuliveldinu leiðir hins vegar, að í milliríkjasamningum eru uppsagnarákvæði, sem veita ríkisstjórnum möguleika til að losa sig undan þeim fyrir eigin ákvörðun á sama hátt og þeir gerðust aðilar að þeim. Uppsagnarákvæðin taka þó lillil til heildarinnar. Uppsögnin verður að vera formleg og með fyrirvara, annars er hún ógild að þjóðarélti. I milliríkjasamningum, sem skráðir hafa verið, eru dæmi margs konar uppsagnarákvæða. Stundum eru samningar gerðir til ákveðins tíma og framlengjast ekki nema sam- kvæmt nánari ákvæðum. I Rómarsamninginn vantar ekki aðeins uppsagnarákvæði heldur er pósitift tekið fram, að hann gildi um aldur og ævi. Af þessum sökum er ekki að ræða um venjulegan milliríkjasamning, sem bygg- ir á fullveldi samningsaðila, heldur er hér á ferðinni stofnsamningur nýs ríkis, sem byggir á því, að aðilar afsali fullveldi sínu. Það getur því ekki verið um að ræða neina aðild af okkar hálfu að Rómarsamningnum nema fullveldinu frá 1918, sem varð óskorað 1944, verði kastað fyrir borð. Þetta skulu menn athuga. Ef við skrifum undir Ilómarsamninginn verður Alþingi ekki lengur æðsti löggjafi þjóðarinnar, og Hæstiréttur verður settur undir erlenda f orsj á. Hitt er annað mál, að eflaust eru möguleikar á þvi að ná sérstök- um samningum um samvinnu eða viðskipti við þau ríki, sem þegar eru aðilar að Rómarsamningnum, — þ. e. sameiginlega markaðin- um, en slíkir samningar hafa ekki í sér fólgna neina aðild að Rómar- samningnum sem slíkum heldur eru í raun réttri venjulegir við- skiptasamningar, sem gerðir eru um tiltekin efni til tiltekins tíma. Það er talað um aukaaðild, en Rómarsamningurinn sjálfur gerir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.