Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 4

Réttur - 01.07.1966, Page 4
Ranghverfan öll snýr út „En fyrst skal ormurinn út úr sfcel, og afskrœmi tímanna sjást svo vel, að ranghverfan öll snúi út.“ Ibsen: MorS Abrahams Lincolns — í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Auðvald heimsins sekkur því dýpra, því voldugra og rík- ara sem það verður. Bandaríska auðvaldið drottnar yfir 60% af auðæfum jarðar. Sjálf er bandaríska þjóðin aðeins 6% jarðarbúa. En þessi þjóð, sem átti George Washington og Aliraham Lincoln, meðan hún enn var fátæk og framsækin, er nú ábyrg fyrir h'tilmannlegri tilraun til eins svívirðilegasta þjóðar- morðs sögunnar. í 20 ár hefur fátæk hetjuþjóð Vietnam barizt fyrir frelsi sínu. Nú lætur bandaríska hervaldið logandi eitri rigna yfir þessa þjóð, yfir konur og börn, yfir sjúkrahús og íbúða- hverfi. Níðingsvald háþróaðrar tækni er notað til þess að reyna að myrða drenglund og frelsisþrá, — eða útrýma ella þjóðinni. Aumustu quislingar meðal spilltra málaliða eru dubbaðir upp sem „fulltrúar vestræns lýðræðis“. Þessir einkafulltrúar stríðsglæpamannanna í Washington, Ky og Co., dylja ekki aðdáun sína á Hitler og öðrum múgmorð- ingjum síðustu heimsstyrjaldar. Pentagonklíkan er komin í þann félagsskap, sem hún verðskuldar, — og bíður sjálf með

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.