Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 6

Réttur - 01.07.1966, Side 6
206 RÉTTUR landið í. Atvinnurekendur í sjávarútvegi og iðnaði hrópa upp að verðbólgan sé að drepa þá, — sem rétt er, — en hafa hvorki manndóm né vit, til þess að segja því braskvaldi kaupahéðna stríð á hendur, er rekur verðbólgupólitíkina sem skipulögð bankainnbrot og launarán: aðalgróðaveg sinn. Og síðan láta þessir atvinnurekendur framleiðsluatvinnu- veganna, — er stjórnað gætu landinu í samstarfi við vinn- andi stéttir, — Morgunblað fésýsluvaldsins binda fyrir munn sinn og augu jafnt í innanlands- sem alþjóðamálum. Það er mál að þessu linni, ef íslenzk atvinnurekendastétt í fiskframleiðslu og iðnaði, ætlar ekki að láta dæma sig úr leik í framfarabaráttu þjóðarinnar eða gera sig að fóta- skinni erlends auðhringavalds, eins og fésýsluvaldið hóf að gera með sérréttindasamningnum við alumínhringinn. Póli- tísk og siðferðileg niðurlæging verður venjulega samferða. Og það þarf í senn siðgæðislegt hugrekki og pólitíska forsjá til þess að hefja eina stétt upp úr slíku. í íslenzk atvinnurek- endastétt þá eiginleika til innan sinna vébanda, — eða verður það héðan af alþýðu og menntamanna einna að vinna það verk, sem framsækinn hluti borgarastéttar hefði eðli málsins samkvæmt átt að taka þátt í?

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.