Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 12

Réttur - 01.07.1966, Side 12
212 RETTUR hann vera það himinhrópaiuli ranglæti, sem væri til slaðar i S.- Afríku og reynsla hans heíði kennt honum, að það væri alllaf Kommúnistaflokkurinn, sem væri reiðubúinn til að leggja allt í sölurnar til þess að leiðrétta ranglætið. Ficher sagði, að meirihluti hvítra manna í S.-Afríku léti sem hann sæi ekki hin ömurlegu lífskjör, sem milljónir byggju við ein- göngu vegna hörundslitarins. Hvíti minnihlutinn væri ekki aðeins ósnortinn af þessari niðurlægingu og kúgun, hann réttlætti það á þeim grundvelli, að þeldökkir menn væru óæðri verur, sem fyndu ekki til þess að vera án þessara réttinda. Fischer sagði, að hann hefði verið stuðningsmaður ríkisstjórn- arinnar þegar hann var sex ára og hefði aðhyllzl þá skoðun, að aðskilnaður fæli í sér lausn vandamála S.-Afríku. Og hann hefði haft þessa skoðun alll fram á þrílugsaldur. Hann sagðist meira að segja hafa haft viðbjóð á því að taka í hendina á blökkumanni, en þegar hann hefði kannað af hverju sá viðbjóður stafaði, hefði hann komizt að raun um, að kynþátla- fordómar væru hrein fjarstæða. Þegar hann liefði komizl að þess- ari niðurstöðu, hefði Kommúnistaflokkurinn einn síns liðs barizt fyrir jafnrétti kynþáttanna í 20 ár. Allan þennan tíma hefðu komm- únistar ætíð verið reiðubúnir til að verja tíma sínum, eigum og orku vegna hinna kúguðu og um leið orðið af þeim forréttindum, sem hörundslitur sumra þeirra, þ. e. þeirra hvílu, færði þeim. Þessi afstaða kommúnista höfðað.i mjög til fólks, sem vildi laka þátt í stjórnmálabaráttunni í öðrum tilgangi en þeim að skara eld að sinni köku. Kommúnistaflokkurinn hefði þá verið eini flokk- urinn, sem barizt hefði fyrir útfærslu kosningaréttarins, og það er þetta, sem ég í 30 ár hef lifað og starfað fyrir, mælti Fischer síðan. Hann liefði áfram verið félagi í Kommúnislaflokknum eftir 1950, er flokkur.inn var bannaður, vegna þess alvarlega ástands, sein ríkl hefði milli kynþátla i S.-Afriku og vegna þess að brýna nauðsyn hefði bor.ið til að beina stjórnmálaþróuninni inn á aðrar brautir þegar í slað. S.-Afríka væri talandi dæini um land, þar sem stjórn- málakerfið væri ekki í samræmi við vilja meirihluta þegnanna. Efnahagskerfið væri byggt á ótta; ótta við alvinnuleysi og fátækl. Hvítu mennirnir óttuðust að tapa stöðu sinni í hendur þel- dökkra, og þeldökkir vissu, að ríkli atvinnuleysi myndu þeir verða fyrstir til að þjást í landi, sem hefði jafnvel ekki talið þörf á því að láta skrásetja alvinnulausa blökkumenn. Þetta fyrirkomulag væri góður jarðvegur fyrir kynþáttahatur og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.