Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 15

Réttur - 01.07.1966, Page 15
RÉTTUR 215 Lög af þessu tagi og afleiðingar þairra rifu niður virðingu S.- Afríku og gerðu dómsvaldið að óbærilegum klafa um axlir fólks- ins. Lög.in kynntu gífurlega undir kynþáttahatrinu. Fischer sagðist hafa útskýrt aðskilnaðarstefnuna fyrir þjóðþings- leiðtoga og hann hefði svarað því til, að ef þú settir mennskar verur í fangabúðir eftir hörundslit, gleymdu þær fljótt því mennska, sem þær hefðu sameiginlegt og yrðu tortryggnar, óttuðust allt og að síðustu fylltar hatri. Að lokum sagði Abram F.ischer, að allar þær athafnir, sem hann hefði verið ákærður fyrir, hefðu miðað að því að auka á bróður- þel milli kynþáttanna og ef tilraunir hans bæru ávöxt, gæti hann tekið öllum þeim dómum, sem þessir dómstólar kvæðu upp, með jafnaðargeði.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.