Réttur


Réttur - 01.07.1966, Qupperneq 23

Réttur - 01.07.1966, Qupperneq 23
RÉTTUR 223 inum þennan greiða. Og án frekari samninga eða formsatriða lét hann menn sína taka þennan grip og fara á burt með hann. Drengurinn varð bæði sár og reiður, þegar hann kom heim og frétti hvernig komið var. „Þið áttuð ekkert með þetta,“ sagði hann og barðist við grátinn. „Hann kemur með hana aflur,“ sagði móðir hans, „vertu góður væni minn.“ „Nei, þeir korna aldrei með hana aftur. Þeir bara týna henni,“ snökti hann og lét ekki huggast. „En veiztu það, að eiginlega á hann part í henni, því að hann á fjöruna, þar sem þú fannst hana,“ sagði nú elzti bróðirinn. Hann var farinn að bera ofurlítið skyn á leyndardóma eignarréttarins og sá sig tilknúinn að láta ljós sitt skína. „Onei, ég á hana, afi sagði það.“ „En vildirðu kannski að báturinn kæmist ekki á sjó og mennirnir gætu ekki £iskað?“ Stóri bróðir þóttist nú heldur en ekki hafa hitt á röksemd, sem dygði. „Mér er alveg sama,“ hreytti sá litli út úr sér. En honum var ekki sama. Hann vissi að allt lífið var komið undir fiskinum. Ef menn- irnir gátu ekki fiskað, þá fengu börnin þeirra ekkert að borða. Og hann sætti sig smám saman við að fórna sinni dýrmætu eign til þess að hægt væri að fiska. Þegar hann fór líka að hugsa betur um það, þá varð liann ofurlítið hreykinn af að kaupmaðurinn skyldi þurfa að leita til hans um aðstoð. Honum fannst hann nú eiga dálítinn hlut í útgerð Einars Sveinssonar. Oft saknaði liann þó þessa uppáhaldsleikfangs. Um haustið var svo báturinn seldur ásaml öllum veiðarfærum. Og jjar á meðal var baujan góða. Þegar drengurinn frétti um þetta löngu seinna, varð það honum ekki slík harmafregn sem vænta hefði mátt. Hann var nú búinn að taka tryggð við önnur leikföng. En hann fór að hugsa um, hvort Einar Sveinsson ælti ekki að borga baujuna. Hann mundi eftir því, að í fyrra hafði pabbi hans fengið lánaða skóflu, en svo brotnaði skóflan og pabbi hans hafði keypt nýja til að skila manninum. Þegar hann talaði um þetta við fullorðna fólkið, þá sögðu allir að þetta væri alveg rétt, en gerðu þó misjafnlega m.ikið úr líkunum fyrir að sú skuld fengist greidd. Allir töldu þó sjálfsagt að talað væri við kaupmanninn. Haraldur vildi helzt fara sjálfur, því að hann treysti þeim fullorðnu ekki meir cn svo. Það varð svo úr að hann færi og Steinn bróðir hans með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.