Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 27

Réttur - 01.07.1966, Page 27
kéttur 227 í búðinni. Allar vonir hans voru brostnar. Hann varð magnlaus í bnjáliðunum og gráturinn læstist um kverkar hans. Aldrei framar niundi hann verða glaður. Gráturinn brauzt fram, sár og óstöðvandi. Brimið svarraði í grjótinu eins og áður. Stormurinn þeytti löðrinu langt upp á land. Veðurgnýrinn fyllti loftið. Engir skuggar sáust, því allt var einn stór skuggi. „Elsku Halli minn, gráttu ekki svona,“ sagði Steinn og þrýsli bróður sínum fast að sér. En hann fékk ekki sefað sorg hans. Grátstunur hans drukknuðu í veðurgnýnum og tárin blönduðust söltu brimlöðrinu á kinnum hans. „Ég hefði ekki átt að þakka honum fyrir!“ hvæsti hann saman- bitnum tönnum í magnþrota reiði. Hann tók kertin, sem hann geymdi undir peysunni, og bjóst til að henda þeim út í brimgarðinn, en hætti svo við það. I stað þess kastaði hann sér niður á malarbing og grúfði andlitið að hand- leggjunum. „Ég hefð.i ekki átt að þakka honum fyrir,“ stundi hann aftur. Það fer lítið fyrir litlum dreng, sem liggur grátandi á malarbing í þessum stóra heimi á koldimmu vetrarkvöldi. En hugarkvöl hans var sár. Hann hafði séð vonir sínar bresta og hann hafði þakkað fyrir. Það myndi hann aldrei geta afborið.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.