Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 35

Réttur - 01.07.1966, Side 35
AZIZ AL-HAJ J : Frelsisbarátta Kúrda Þjóðernisinnastjóinin í Irak hefur háð kynþáttastríð gegn Kúrd- um síðan í september 1961. 011 frjálslynd öfl í heiminum hafa for- dæmt þetta útrýmingarstríð á hendur fr.iðsömu fólki. Kúrdar í írak eru hluti af hinni margskiptu Kúrdaþjóð, alls um 11 milljónir talsins. U. þ. b. 2 milljónir þeirra búa í írak. Lands- svæðið sem þeir byggja í írak er 72 þús. ferkm. að stærð, eða um 16% landsins. Þeir tala eigin tungu, hafa öldum saman byggt sömu landssvæði, eiga sameiginlegar sögulegar erfðir og sameiginlega irelsisbaráttu. Kröfur þeirra um sjálfsforræði eru bæði eðlilegar og réttlátar. Eftir stjórnarbyltingu Baath í írak í febrúar 1963 — að undir- lagi og með aðstoð erlendra heimsvaldasinna — hóf hin nýja hers- höfðingjastjórn viðræður við Kúrda til þess að fá hlé á átökum meðan hún var að undirbúa nýjar hernaðaraðgerð.ir. Þegar aftur- haldsstjórnin hóf stríðið að nýju, undir stjórn Arifs núverandi for- seta, var það fært í aukana og jafnvel beitt grimmilegustu aðferðum. En þrátt fyrir hernaðaraðgerðirnar og hryðjuverkin hefur Arif og afturhaldsöflunum ekki tekizt að brjóta á bak aftur frelsisbaráttu Kúrda. Arangurslitlar hernaðaraðgerðir stjórnar.innar neyddu hana til að taka aftur upp samningaviðræður við leiðtoga Kúrda í febrúar 1964, og eins og í fyrra skiptið, hét hún að viðurkenna þjóðlega sjálfstjórn þeirra. Stjórnin sveik strax gefin loforð og reyndi þess í stað með ógnunum að sundra samtökum þeirra og með allskonar ,,friðsamlegum“ kænskubrögðum að fá þá til að falla frá baráttunn.i fyrir sjálfstjórn. Á s.l. ári hóf svo stjórnin enn á ný útrýmingarherferð á hendur Kúrdum. Fjölmennir herir voru sendir inn í héruð Kúrda, loft- árásir gerðar á þorp þeirra og varpað yfir þau napalmsprengjum og eiturgasi, á eftir kom stórskotalið og brynvagnar til að má út það

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.