Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 44

Réttur - 01.07.1966, Page 44
244 RÉTTUIl stríðsáranna, án þess að rísa svo rækilega upp Lil baráttu, að valdi auðmannastéttar á Islandi væri lokið. En af þessu leiðir, að jafnhliða því, sem það þarf að standa áfram vörð um þann grundvöll, sem vannst, — þá verður nú fyrir alvöru að hefja sóknina fram til næsta áfanga, ■— sem er þess eðlis, að vart mun hann nást nema með sigri sósíalismans. 2. Baróttan fyrir umsköpun mannfélagsins Baráttan fyrir að ná næsta áfanga, verður í aðalatriðum fjór- þætt, — en er þá aðeins átt við hina þjóðfélagslegu baráttu, en þjóðfrelsisbaráttan eig.i rædd: 1. HIN BEINA HAGSMUNABARÁrITA LAUNASTÉTTANNA. Hinn langi vinnutími, 10—12 stundir á dag, sem nú viðgengst hér, er álíka hneyksli og atvinnuleysið var forðum. Yinnutíminn þarf að verða raunverulega 40—44 stundir á viku með hærri árslaunum en nú. Orlofið þarf að vera raunhæft. íhúðaeign þarf að verða rétt- ur launafólks án þrældóms, og með félagslegum byggingum, lánum til 60—80 ára með 2—3% vöxtum út á 80% íbúðarverðs, er hægt að tryggja þetta. Það þarf að komast inn í meðvitund alls verkalýðs og annars launafólks, að það sé jafn svívirðilegt að búa við vinnu- þrælkun nú eins og atvinnuleysi áður. Það er ekki mannsæmandi líf að lifa til þess eins að vinna, þá er maðurinn orðinn þræll. Tæknibylting nútímans skapar grundvöllinn að því að fullnægja öllum þessum kröfum vinnustéttanna og meiru til — og hafi auð- mannastéttin eigi vit né vilja til þess að fullnægja þessum kröfum, þá verður hún og hennar þjóðfélag að víkja. 2. BARÁTTAN FYRIR SAMFÉLAGSLEGRI ÞJÖNUSTU OG ORYGGI. Á þessu sviði biður sósíalisla hin harðasla barálta til þess að gerbreyta því ófremdarástandi, sem enn ríkir: Það þarf að slórbæta hag hinna gömlu, ekkna og munaðarleysingja, sjúkra og örkumla, — eigi aðeins með hækkuðum tryggingagreiðslum, held- ur og með gerbreytingu á sameiginlegri þjónustu: byggingu góðra elliheimila, barnaheimila o. s. frv. —- Það þarf að umskapa lækna- þjónustuna, fjölga slórum læknum og hjúkrunarfólki, skapa þeim góða aðstöðu og afkomu með stullum vinnudegi í stað núverandi þrælkunar, — og veita í krafti slíkrar gerbreytingar sjúklingum ókeypis alla lækna- og sjúkraþjónustu. — Það þarf að stórauka skólabyggingar, með aðstöðu fyrir börn til að fá tilsögn þar, — tryggja efnahagslegt jafnrétti lil æðri menntunnar. — Það þarf að fjölga barnaleikvöllum gífurlega, til þess að firra börnin sívaxandi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.