Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 50

Réttur - 01.07.1966, Síða 50
250 RÉTTUR Verkalýösflokkarnir eru baráttutæki alþýðu í auðvaldslöniiun- um, jafnt til þess að heyja hagsmuna- og hugsjónabaráttu innan auðvaldsskipulagsins sem og til að afnema það skipulag, þegar máttur alþýðu og þroski leyfir, og koma sósíalismanum á. Dýr- keypt reynsla þessara flokka, jafnt í löndum auðvaldsins sem sósí- alismans, sannar okkur hins vegar hver lífsnauðsyn frelsið innan þessara flokka til skiftra skoðana, ágreinings og gagnrýni er, jafn- framt umburðarlyndi gagnvart sósíalistískum skoðunum annara, þótt ætíð verði að muna hitt, að slíkt frelsi og umburðarlyndi má ekki draga úr baráttuþrótti alþýðunnar gagnvart andstæðingnum, auðvaldinu sjálfu. í því að kunna að sameina þetta tvennt felst stjórnlist í verkalýðsflokki. A langri og erfiðiri vegferð sinni þarf verkalýðshreyfingin ætíð að varast hvort tveggja: þá valdabrask- ara, sem gjarna skipa sér í flokk með henni, þegar hún er sterk og líklegur stigi duglegum mönnum til metorða og valda, en bregðast hugsjónum hennar, þegar þeirra markmiði er náð, sem og þá of- stækismenn, er gjarna tala fagurlega um hugsjónir hennar og eru jafnvel reiðubúnir til mikilla fórna fyrir hana, en myndu einangra hana og eyðileggja, ef þeir fengju að ráða. Þessa menn og þær til- hneigingar, sem útrás fá hjá þeim, er að finna jafnt í verkalýðs- ílokkum auðvaldslanda sem alþýðuríkja, oft í hinu undarlegasta samblandi — og oft hefur verkalýðshreyfingin á vissu skeiði af þeim gott gagn. Sú varðstaða, sem verkalýðshreyfingunni er nauð- synleg í þessum efnum, ýtir undir þær kröfur, sem gerðar eru til breytinga á skipulagi flokkanna út frá lýðræðissjónarmiðinu. Rétt- urinn til hópmyndana í verkalýðsflokkum sem og borgaraflokk- um, er eitt af því, sem þegar er kom.ið á dagskrá, t. d. í Svíþjóð. I Englandi hefur slíkl viðgengist að vissu marki alllengi. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessum efnum, liafa augun opin en flasa samt ekki að neinu. Sósíalistar þurfa ætíð að muna, að flokkur þeirra á að vera tvennt í senn, þegar yfir alla þróun hans er litið. 1 fyrsta lagi á hann að reyna að vera hugsjónalegur leiðtogi fólksins, forystuflokkur þess á langri leið til æðra mannfélags: sósíalismans. Samfara þessu er hann skipuleggjandi barátlu fólks- ins fyrir hagsmunum þess. Meðan hann er aðeins eða fyrst og fremst þetta, verða innri mál hans og skipulagsmál ekki eins vanda- söm og síðar. En í öðru lagi verður sósíalistískur flokkur fyrr eða síðar valda- flokkur, ef honum er vel stjórnað, — ýmist í samstarfi við borg-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.