Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 55

Réttur - 01.07.1966, Page 55
RÉTTUR 255 anlagt á Alþingi fyrir, en hins vegar klofnir, — og í áratug liélt sú klofning áfram að veikja hernámsandstæðinga í heild. Sósíalistaflokkurinn hélt hins vegar áfram einingarbaráttu sinni tll þess að sameina öfl verkalýðs og þjóðfrelsis. A 10. flokksþingi sínu, 4.—6. nóv. 1955, samþykkti flokkurinn m. a. svohljóðandi ákvörðun: ,,Alítur þingið hvort tveggja rétt og nauðsynlegt oð koma á kosninga- bandalagi Sósíalistaflokksins, Alþýðuflolöksins og Þjóðvarnarflokksins, þannig að þeir bjóði fram sem einn kosningaflokkur, og að koma á vinstri rikisstjórn svo skjótt sem kostur er ó." Það var Alþýðusambandsstjórn, sem strax um vor.ið 1955 hafði sent öllum vinstri flokkunum (Alþýðufl., Sósíalistafl., Þjóðvarnar- fl. og Framsóknarfl.) áskorun um að ræða um vinstra samstarf. Og um mánaðamótin nóv.-des. 1955 hirti Alþýðusambandsstjórn- in stefnuyfirlýsing, er hún v.ildi að lögð yrði til grundvallar. En allar þessar samstarfstilraunir strönduðu á því, að Framsókn vildi ekki samstarf og hún réð yfir hægra armi Alþýðuflokksins (eins og 1937—’38) og Alþýðuflokkurinn neitaði öllu samstarfi við Sósíalistaflokkinn og rak þann 22. marz 1956 Hannibal Valdimars- son, forseta Alþýðusamhandsins, úr flokknum fyrir að beita sér fyrir slíku samstarfi.* Enn einu sinni hafði freisting valdastreitu- manna ti) að hafa harðvítugan flokk, er hlýddi þeim, orðið yfir- sterkari viðleitninni til að skapa víðfeðma samtök alþýðustétta, er rúmuðu ólíkar skoðanir og ólík samtök innan sinna véhanda, en sameinuð um aðalatriði dægurharáttunnar. Þann 4. apríl 1956 var Alþýðuhandalagið síðan stofnað sem kosningasamtök þeirra vinstri manna, er lýsL höfðu fylgi sínu við stefnuyfirlýsingu Alþýðusambandsstjórnar: Sósíalistaflokksins, Mál- fundafélags jafnaðarmanna og annarra. Síðan hefur Alþýðubanda- lagið verið vísirinn að þeim voldugu samfylkingarsamtökum ís- lenzkrar alþýðu og þjóðfrelsissinna, sem ættu að geta sameinað innan sinna vélianda alla þá, sem vilja vinna að hag verkalýðsins og annarra launþega og að hugsjón þjóðfrelsisins, ef því bandalagi auðnast að stýra fram hjá þeim skerjum flokksviðjanna, sem víð- tækar einingartilraunir alþýðunnar liafa strandað á áratugum sam- an. Til þess þarf meðal annars að haga skipulagi slíkra samfylk- * Þeim, sem vitja rifja upp fyrir sér gang þessara mála aíf nokkru, skal bent á „Innlenda víðsjá“ í Rétti 39. árg. (1955, en kom út vorið 1956) bls. 163—182.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.