Réttur - 01.07.1966, Page 68
268
RÉTTUR
áttunni, en þær eru nú betri en verið
bufa: barátta alþýðunnar víðtækari,
uppreisnir gegn fasistastjórninni í
fullum gangi í Angolu, „portugölsku"
Guineu og Mosambique. Heyr þessi
flokkur hina hetjulegustu baráttu við
grimma og vægðarlausa harðstjórn.
Georges Cogniot, franski kommún-
istinn, minnist aldarafmælis Romain
Rollands, er var 29. janúar 1966.
Að lokurn eru bókafregnir um 6.
bindi af sögu heimspekiunar, er fjall-
ar um nútímann, — og um „brúnu
bókina“ um stríðsglæpamenn í Vestur-
Þýzkalandi.
WORLD MARXIST REVIEW.
4. hejti 1966. Prag.
I þetta apríl-hefti tímarits komni-
únistaflokkanna og fleiri verkalýðs-
flokka rita m. a.:
Lionel Soto, miðstjórnarmaður
Kommúnistaflokks Kúbu, ritar um
þingið mikla í Havanna: Ráðstefna
Jijóða þriggja heimsálfa.
Mitko Grigorow, ritari miðstjórnar
Kommúnistaflokks Búlgaríu, ritar
greinina: Breytingin á stéttaskipan
Jijóðfélagsins á tímum uppbyggingar
liins sósíalistiska þjóðfélags.
Friedrich Ebert, einn af helztu for-
ingjum Einingarflokks sósfalista í
Austiir-Þýzkalandi, ritar grein um
þróun einingarinnar Jiar, er hann
nefnir: „Árangursrík eining.“
Prófessor Sylwester Zawadski,
pólskur doktor í lögfræði, ritar:
„Hlutverk alþýðuráðanna í kerfi hins
sósíalistiska iýðræðis."
A. Jejimow og IV. Kiritschenko,
sovézkir vísindamenn í hagfræði, rita
greinina: „Mikilvægt framfaraspor
sovézks jijóðarbúskapar" um hinar
nýju aðferðir til skjótari eflingar
þjóðarbúskaparins.
G. Anissimow, sovézkur hagfræð-
ingur, ritar um finim ára áætlunina
og vandamál, tæknilegs og vísinda-
legs eðlis, í samhandi við framfar-
irnar.
Aldo Pontorella, ítalskur forystu-
maður í flokki kommúnista, ritar um
„hlutverk ítölsku kommúnistanna t
baráttu fyrir friði, lýðræði og sósíal-
isma.“
Andreas Kannaóuros, blaðamaður á
Kýprus, ritar um sjálfstæði Kýprus-
þjóðar.
Alvaro Vasques, forystumaður í
flokki kommúnista í Kolumbiu, ritar
um hvernig tengja skuli saman hin
ólíku baráttuform, en í Kolumbíu er
flokkurinn bannaður og er þar sterk
uppreisnarhreyfing. Segir greinin frá
10. flokksþinginu, er auðvitað var
haldið á laun, og var Jiar m. a. sér-
staklega fjaliað um það hvernig sam-
eina megi hina vopnuðu baráttu öðr-
um aðferðum friðsamlegum.
Aulis Lappánen, finnskur blaða-
ntaður ,ritar um nauðsynina á að sam-
eina verklýðssamtökin finnsku.
Pavel Auersperg, tékkneskur komm-
únisti, ritar unt undirbúning flokks-
Jiings Kommúnistaflokks Tékkoslo-
vakíu, er frain fór í júní.
Michael Lebeden, sovézkur lilaða-
maður, ritar um héraðsráðstefnur
sovézkra kommúnista.
Masood Ali Khan, indverskur rit-
höfiindur, ræðir orsakir hungursneyð-
arinnar í Indlandi og rekur þær til
fjármálaauðvaldsins og bankanna, er
styðja matvælabraskið. Hafa komm-
únistar á Indlandi skipulagt mikla
samfylkingarbaráttu gegn þessum að-
iljum.
J. JVyland ritar grein þá um blóð-
baðið í Indonesiu, er birtist í þessu
Réttarhefti.
Jan Prazsky skrifar um stríðið í
Víetnam.
Jean Blume ritar um stjórnmála-