Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 10

Réttur - 01.10.1931, Page 10
202 RÉTTUR [Rjettur' hafa tuggið því í þig, öðruvísi hefði þér ekki hug- kvæmst það, sagði Geirmundur og dró augað í pung. Þýðing þessara orðaskifta fór fyrir ofan vitsvið óla, hann var þegar farinn að gramsa í kolunum og bjó sig til að bera einn pokann upp bryggjuna þegar faðir hans kallaði til hans: Komdu strákur, vertu ekki að skíta út kolin fyrir kaupmanninum. Geirmundur þóttist sjá, að kaupmaður ætlaði sér að hefna sín á honum með því að bægja honum frá vinnu, hann hálfkveið úrslitunum, ef það verkbann héldi lengi áfram, en hann vildi samt ekki gefast upp strax, hann gat ekki hugsað til þess að missa húskofann og tún- blettinn, þeir voru orðnir samvaxnir honum eins og hendur hans, hnýttar og bæklaðar af erfiði. Hann gekk álútur upp brekkuna, tómleiki ellinnar og fáræði fátæklingsins voru fylgjur hans. En óli tolldi hvergi nema í kolunum og var það látið bæði afskiftalaust og óskrifað af verkstjóranum. Litlu síðar kom saltskip og þar á eftir skip með timbur og sement, en við hvorugt þeirra fengu þeir feðgar atvinnu. Geirmundur ráfaði um þorpið eins og ókunnugur maður. Gráturinn óx á náfölu andliti kerl- ingarinnar hans og hún þuldi ókjörin öll af bænum til drottins um að láta hann Geirmund sinn komast í vinn- una aftur, en ekkert dugði. óli var sá eini, sem ekki lét verkbannið á sig fá, hann þjösnaðist í vinnunni, hvað sem hver sagði, því vitangar hans náðu ekki til þess sannleika að hann ætti að fá kaup fyrir starf sitt. Mörgum getum var að því leitt, vegna hvers Geir- mundur fengi ekki atvinnu. Loks sló því niður eins og þrumu við tros-pottana, að ástæðan væri sú, að Geir- mundur hefði ekki viljað selja kaupmanninum lóð undir kirkju, sem hann ætlaði að reisa á eigin kostnað handa sjávarþorpinu. Og nú var timbrið og sementið komið, en ekkert var hægt að gera. Það var skárra mikillætið í karlinum, hann ætlaði að eyðileggja það,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.