Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 18

Réttur - 01.10.1931, Side 18
210 HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN............. [Rjettuv legri sannfæríngu. Af viðurkenníngu þessarar stað- reyndar leiðir hin marxistíska kenníng um nauðsyn öreiga-alræðisins, sem um óákveðinn tíma hljóti að vera eftirfari hverrar hepnaðrar verklýðsbyltíngar. Byltíngin sjálf er ekki nema einn áfángi á gerbótaleið- inni, því þótt verkalýð einhvers lands hafi á hinu hag- kvæma augnabliki tekist að bylta af sér ræníngjaok- inu, fer því fjærri, að hægt sé að gera ráð fyrir, að þar með sé alt orðið sósíalistiskt eða allir orðnir sósíalistar á nokkrum dögum. Þessvegna þykir mestu varða, hvar sem byltíng á að gerast, að til sé í landi því, sem hlut á að máli, sterkur flokkur lærðra sósíalista, sem geti beitt sér með tiltölulega óhvikulli vísindalegri öryggi að þeim nýskipunum innan þjóðfélagsns, sem sósíal- isminn miðar að á hverju sviði mannlegs lífs, og í sem fylstu samræmi við anda kenníngarinnar, eða kunni a. m. k. að hagnýta sósíalistiskt hvert það meðal, sem lík- legt er, að miði til fullnaðarárángurs, jafnvel, þótt meðölin séu í eðli sínu kapítalistisk. Þetta alræði til- tölulega fámenns flokks lærðra sósíalista stendur sem sagt enn þá í Rússlandi og hlýtur að standa meðan sú kynslóð er ekki útdauð, sem uppalin var til heimsku, þrældóms og óal'máanlegs ræfilsháttar undir hinu heilaga og kristilega oki auðvaldsfyrirkomulagsins. úr- ættun, öfugsnúður og niðurlægíng er uppeldisins vegna orðið annað eðli þessa fólks, og það eru ekki líkindi til, að neinn sósíalismi geti bætt þar um. Þegar maður lítur svo til hinna borgaralegu ríkja, þar sem maður lifir og hrærist sem öreigi, þá er sú spurníng sanngjörn eða að minsta kosti réttlætanleg, og ekki síst hér á landi, hvernig því skuli vikja við, að lærðir menn í þessum löndum, sem venjulegast eru verkamenn, hver á sínu sviði, aðhyllist ekki einróma þá kenníngu, sem fer fram á það með lærðum röksemd- um, að kjör einstaklínganna í þjóðfélaginu með tilliti til hinna frumstæðustu og sjálfsögðustu lífsþarfa,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.