Réttur - 01.10.1931, Page 22
214
HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN.. [Rjettur
urinn, að þeir, sem þekkja nákvœmlega margt fólk í
einu sjávarplássi, og hafa veitt því samskonar athygli
og mentaskólanemendum ber að veita veraldarsögunni,
vita ætt þess, persónusögu, öll þeirra sambönd inn á
við og út á við, og þúsund persónuleg andóf þeirra
gagnvart fyrirbærum lífsi'ns, eru miklu fróðari menn
en hinir, sem einhverntíma hafa lært »veraldarsögu« í
mentaskóla, þeir búa yfir miklu lífrænni og lærdóms-
ríkari mentun, — fróðleik síns eigin samfélags. Þetta
vita þeir best af eigin reynslu, sem hafa hleypidóma-
laust borið saman mannþekkíngu skólagengins manns
og greinds alþýðumanns, sem hefur lifað með opin
augu í sínu samfélagi og dregið óhjákvæmilegar álykt-
anir af þeim fyrirbærum lífsins, þar sem sagan er að
gerast í raun og sannleika, — saga mannlífsins. Það
er misskilníngur að halda, að »veraldarsaga« sé víðtæk-
ara hugtak, þaðan af síður lærdómsríkari, en það, sem
gerist í einu sjávarplássi meðal vanalegs fólks, þótt í
hinni fyrri sé minst á nokkra konúnga og þeirra tagl-
hnýtínga, sem lifað hafa í Suður- og Mið-Evrópu á tvö
þúsund árum. Ef við köllum plássið a og »veröldina« b,
þá verður rúmtakshlutfallið á milli plássins og »ver-
aldarinnar« þó aldrei annað en a deilt með óendanlegri
stærð: b deilt með óendanlegri stærð (—^
Svipuðu máli gegnir um bókmentaþekkíngu þá, sem
lærðir menn hljóta í forskólum borgarastéttarinnar,
hinum svonefndu almennu mentaskólum. Þeir eru látn-
ir grúska eitthvað i útlendum túngumálum, svo sem
leggja út (mjög hátíðlega!) nokkra kviðlínga úr latínu,
nokkrar barnasögur úr ensku og þýsku og kannske eitt
leiðinlegt lefkrit eftir Shakespeare, en vandlega gerð
nefsneiðíng hjá bókum, sem hafa nokkurt raunhæft
gildi. Greindir alþýðumenn hafa miklu meiri þekkíngu
á því lífi, sem endurspeglast í bókmentum, heldur en
menn, sem leingi meltast í skólum, og það er eingin