Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 33

Réttur - 01.10.1931, Síða 33
Ejettur] 5-ÁRA ÁÆTLUNIN 225 erfiðleika á pappírsframleiðslunni óx bókaupplag'ið úr 190,000,000 eintaka á ári upp í 279,000,000 og blaða- upplagið úr 2,500,000 á dag upp í 7,688,000. Um mun- inn á innihaldi þarf ekki að orðlengja. Hingað til hafði verkalýður Sovjet-Rússlands unnið að uppbyggingu þess, sem stríðið og borgarastríðið hafði lagt í eyði. Nú fyrst var hægt að ganga að því að auka framleiðsluna, frá því sem áður var. En í Rúss- landi hafði almenningur aldrei átt við líkt því eins góð kjör að búa og iðnaðarverkamenn Vesturlanda á upp- gangsárum kapitalismans. Iðnaðarframleiðsla fyrir þarfir fjöldans þekktist ekki. ógurlegur skortur var á skólum, samkomuhúsum, söfnum og öðrum menningar- stofnunum, alþýðan bjó í hrörlegum kofum og margir hlutir, sem sjálfsagðir voru meðal verkalýðs Vestur- landa, svo sem skófatnaður, sápa, ýmiskonar matvæli og margt íleira, hafði verið framleitt eingöngu fyrir hina fámennu yfirstétt. Þar að auki gerðu hin kapital- istisku lönd allt, sem þau gátu til þess að eyðileggja verzlun Sovjet-Rússlands við umheiminn. Fyrsta skilyrðið fyrir uppbyggingu hinnar sósíal- istisku menningar var því aukning hinnar efnalegu framleiðslu, sérstaklega þungavöruiðnaðarins og land- búnaðarins. En til þess að geta aukið framleiðsluna sem allra örast, varð aftur að leggja mikla áherzlu á undirstöðumenningu verkalýðsins. Á uppbyggingarár- unum frá 1921—1927 jókst fjöldi verkamanna í fram- leiðslunni um 4,370,000, en þar sem töluverður hluti þeirra voru menntasnauðir bændur, þá hlaut óhjá- kvæmilega af því að leiða kyrrstaða í meðalframleiðslu- magni hvers einstaklings. Hin sífellt vaxandi laun og bættu lífskjör verkalýðs og bænda juku líka menning- arþorsta þeirra. Foringjum verkalýðsins var þetta ljóst og þegar tveim árum áður en 5-ára áætlunin hófst, var farið að vinna að þvi samkvæmt nákvæmri, sundurliðaðri áætlun, hinni svokölluðu menningaráætl- 15

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.