Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 49

Réttur - 01.10.1931, Page 49
Rjettur] HEILBRIGÐISMÁLIN í R B 241 hafði hann athugað af miklum áhuga heilbrigðismálin og það, sem fyrir þau er gert í Rússlandi og lýsir hann því á þessa leið: »Sovjettin hafa mikla trú á vísindunum, .annan guð hafa þau ekki. Þetta kemur fram bæði gagnvart verk- fræðingum og læknum. Fyrir þeim er heilsufræðin annað og meira en yfirborðsgjálfur og er framfylgt þeim ráðstöfunum, sem stjórnin gerir til að tryggja heilbrigði almennings: Vissulega var þar líka miklu á að taka í því efni. í sveitahéruðunum var heilbrigðisástandið, eða rétt- ara sagt afstaða landslýðsins til læknanna 1917 svipuð og á sama tíma í Marokko. Það hefir orðið að uppræta gamla siði, berjast gegn gömlum erfðavenjum, setja skottulæknana í fangelsi, ráðast inn í fjölskyldur, taka sjúklinga með valdi og fara með þá til læknis o. s. frv. Árangurinn er sá, að dauðsföllum hefir fækkað úr 28,6 af 1000 í 18,1. Ungbarnadauði hefir lækkað úr 266 í 155 af 1000, sem að vísu er mikið enn, samanborið við sum önnur lönd. Fólksfjölgunin í Rússlandi er nú 3 milj. á ári. Að koma málunum í þetta horf hefir kostað risavaxið starf og er vert að gera sér nokkra grein fyrir í hverju það liggur. Fyrir það fyrsta er allir læknar í þjónustu ríkisins og læknishjálpin því veitt sjúklingunum endurgjalds- laust. Hver maður hefir sína heilbrigðisbók. Sjúkra- stofum hefir verið fjölgað svo, að tala þeirra hefir margfaldast. 1 Moskva einni eru um 40 sjúkrastofur (klinikar) auk spítala. Alt þetta kostar vitanlega of fjár. 1913 var í Rússlandi varið til heilbrigðismála alls 124 milj. rúbla, 1928—29 (1. okt.—-1. okt.) 735 milj. gullrúbla og 1929—30 914 milj. gullrúbla. Fyrir stríðið var í Rússlandi engin stofnun fyrir mæður sérstaklega eða barnaheimili. 1929 voru í Sovjet-lýðveldunum 1395 ráðleggingarstöðvar fyrir mæður í bæjunum og 905 í sveitum. Þessar stöðvar 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.