Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 51

Réttur - 01.10.1931, Síða 51
Rjettur] HEILBRIGÐISMÁLIN í R B 248 á þeim árum var ekki tími til lagfæringa innanlands, þá álít ég ekki ástæðu til að ypta öxlum gagnvart slík- um framförum eins og sumir fáráðlingar gera af því þeir þekkja ekki aðstæðurnar. Eins og kunnugt er fá mæður, sem vinna í verk- smiðjum, 2 mán. frí frá vinnunni fyrir og eftir barns- burð, eða samtals 4 mán. með fullu kaupi. Mikil á- hersla er lögð á að mæðurnar láti börnin sjúga, og kon- ur, sem vinna á verksmiðjum, fá hálftíma frí frá vinn- unni með 3/2 tíma millibili til að láta börnin sjúga og þeim borgaður sá tími sem vinnutími. Skifanovslci er stofnun ein í Moskva, sem hefir það ætlunarverk, að veita þeim, sem verða fyrir slysum eða snöggum sjúkdómstilfellum fyrstu hjálp. Það er gríðarstór bygg- ing og í henni eru 250 rúm en eiga að verða 600. Þar eru skurðlæknar á verði allan sólarhringinn og æfin- lega standa sjúkrabílar í garðinum með bílstjóra við stýrið, tilbúnir að þjóta af stað ef kallað er. Læknir er stöðugt við símann með símahettuna spenta á höfuðið og gefur hann fyrirskipanir til bílstjóranna og enn- fremur til læknanna á skurðarstofunum eða öðrum lækningastofum eftir því sem við á. Sé um tilfelli að ræða sem gera má ráð fyrir að þurfi skurð, er alt til- búið til að gera hvaða skurð sem vera skal eftir 15 mín., frá því tilkynt var um sjúklinginn. Mér þykir ilt að við í París skulum enga slíka stofnun eiga. Heilsuhæli og hressingarliæli. Víðsvegar um Sovjetlýðveldin eru heilsuhæli og hressingarhæli í hundraðatali. Hressingarhælin eru dreyfð svo að segja um alt, en einkum í námunda við verksmiðju-héruðin. Heilsuhælin eru aftur á móti helst 16*

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.