Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 60

Réttur - 01.10.1931, Síða 60
252 TILBÚINN ÁBURÐUR [Rjettur um borð í skipinu Liitzow í Adríahafinu vorið 1928 talaði meðal annara forstjóri Norsk Hydro, Axel Au- bert. Kvað hann meiri hluta mannkynsins búa við skort. Hin aukna vélanotkun við framleiðsluna á sök á stöðugt vaxandi atvinnuleysi og minkandi kaupgetu hjá verkalýðnum. Auðvaldið heldur fast í hin fram- leiddu verðmæti fjöldans, verkalýðsins, og vill ekki láta þau af hendi nema með því okurverði, sem gjörir þeim fært að greiða rentur til bankaauðvaldsins og á- góða til iðjulausrar auðmannastéttar. Þeim er engin þægð í að koma vörunum til bændanna annars. Og nú er svo komið að hundruð þúsundir tonna af hinum dýrmæta áburði liggja óseld, en hringnum dett- ur ekki í hug að lækka verðið. Hann minkar bara framleiðsluna, gerir verkalýðinn atvinnulausan og tek- ur gróðann með okurverði af bændum. En alt, sem áburðarverksmiðjurnar gætu framleitt með hægu móti, myndi samt ekki, ef það væri notað í landbúnaði Ev- rópu, gera meir en auka kornframleiðsluna um 3%! En þessa litlu framleiðsluaukningu þolir kornverðið ekki, því alþýðan í Evrópu hefir orðið að minka við sig kornkaup sakir atvinnuleysis og eymdar auðvalds- skipulagsins. Þannig rekur hvað annað. Drotnun auð- valdsins yfir afurðunum er orðin bölvun, sem fordæm- ir verkalýðinn til atvinnuleysis og skorts, og bændurna til skorts, þrælkunar og eymdar, — og verðlaunar auð- mennina fyrir að minka framleiðsluna. En þar sem drotnun auðvaldsins er afnumin, í ráð- stjórnarríkjunum, þar eykst áburðarframleiðslan geysilega, eins og eftirfarandi tafla sýnir: • Áætl- Framleitt var: að: 1913 1922 1927 1933 Superfosfat (í þús. tonna) 55 5 150 3400 Kali-áburður (í þús. tonna) 150 35 208 1450 Alls á framleiðsla »kemisks« áburðar að vera 8 milj.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.