Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 51
lagi við Hitler. Samningaumleitanirnar í Moskva hafa ann-
arsvegar átt að hræða Hitler til að ganga til samninga við
vesturveldin, en hinsvegar var þeim haldið áfram til að
friða almenningsálitið í Englandi og Frakklandi.
Það var því ekki vonum seinna, að sovétstjómin þreytt-
ist á þófi þessu og óheilindum. En annað var enn alvar-
legra: Það hefði getað gerzt einhvem daginn, að Chamber-
lain reyndist Hitler svo eftirlátur eða byði honum svo góð
boð, þrátt fyrir „lýðræðið” í Englandi og ótvírætt álit al-
mennings þar, að Hitler teldi sér hagkvæmt að semja við
vesturveldin og jafnvel gera við þau hemaðarbandalag gegn
Sovétríkjunum.
Þetta var hin pólitíska afstaða, þegar þýzka stjómin býð-
ur sovétstjórninni að gera við hana verzlunarsamning og
griðasáttmála. Auðsjáanlega var Hitler orðinn hræddur um
að samningar Sovétríkjanna og vesturveldanna tækjust,
eins og Chamberlain jhafði ætlazt til —: svo langt fram í
dæmið hafði Chamberlain og þeir reiknað rétt. En hér kom
hin mikla reikningsvilla: Hitler gerir ekki samning vð Bret-
land, eins og hinir miklu reiknimeistarar í London og París
höfðu ætlazt til, heldur við Sovétríkin. Fyrir Hitler og þá
vap reikningsdæmið jafnvel enn einfaldara. Það er hin ófrá-
víkjanlega grundvallarregla í þýzkri hernaðarpólitík, sönn-
uð af reynslunni, að Þýzkaland hefur ekki afl til að heyjá
styrjöld á austurvígstöðvunum og vesturvígstöðvunum í
senn. Það verður því á styrjaldartímum að hafa hlutleysis-
samning við stórveldið í austri eða stórveldin í vestri. Nú
var það vitanlegt, að hemaðarsamsteypa Bretlands og
Frakklands var ekki að styrkleika sambærileg við hernað-
arveldi Sovétríkjanna, en hitt hefur þó framar öðm ráðið
úrslitum, að jafnvel í hinum stórmennskubrjálaða heila Hitl-
ers hefur, þegar á átti að herða, farið að bóla á þeirri sann-
færingu, að Þýzkaland hefði alls enga möguleika á að sigra
Sovétríkin í stríði — ríki, sem hefur að minnsta kosti helm-
ingi fjölmennari her en Þýzkaland og ekki síður vandlega
þjálfaðan í nútíma hreyfingarhemaði, auk þess sem rúss-
51