Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 74
smámuni eins og útskýringuna á mismun þess að slá
þýfi og slétt (II 59; höf mun ekki hafa vanist slælti
sjálf). Kátlega útlendingsleg er íhugun sveitamanns á 19.
öld um, að „bændurnirý, sem hann er látinn líta á sem
fjarlæga stétt, hafi fyrr tekið sér „dómsvald” og sálgað
Jóni Gerrekssyni í poka og muni nú fara eins með hann,
saklausan vesaling (II 111). Bókarbragð er of víða af
máli og stíl í samræðum. Verst fer það börnum, t. d. Sig-
rúnu Eiríksdóttur, sem væri aðdáanleg telpa, ef hún ætti
barnsrödd í tilsvörum. En í sigurkæti talar hún á þessa
leið: „Eg hef nú loks komizt að því sanna”, og í „mik-
illi ákefð” og fögnuði: „Svo að þú heldur — —(Hví
ekki: „Heldurðu-------”?). Um Andrés vin sinn á barnið
varla aðra lýsing en þetta steindauða ritmál: „mjög þarf-
ur”. Þetta er ekki að flytja kosti ritmálsins inn í talmál-
ið, heldur galla þess. Óþarflega víða eru látin koma fram
snögg geðbrigði, án þess að ljós sé aðdragandi eða móð-
ursýki persónanna tilgreind orsök. Málalengingar, sem
eiga að dýpka og rýmka umhverfi sögunnar og leiða les-
andann í allan og nákvæman sannleika, þar sem allt hið
bráðnauðsynlega hefði rúmazt í fáum orðum, Þyngja hana
til aflestrar, og þykkri mega bindin ekki vera. — En
ekkert af því, sem hér er að fundið, vegur móti hinu,
sem er stórvel gert i Förumönnum.
Uppistaðan er ekki veigamikil, mér finnst hún varlá
verðskulda að heita nema aukaatriði. Það er saga Efra-
Ásættarinnar. Aðeins eitt geriát: Kornung óðalsbóndadótt-
ir í ættinni er gefin nauðug góðlyndum efnamannssyni,
en þýðist hann ekki í fyrstu sakir minningar um elsk-
huga, sem flúinn er til Vesturheims. í lok II. bindis er
boðuð lagfæring á þessu og kemur vist í III. bindi, en
í allri sögunni á "úndan hefur verið látið hilla undir dá-
lætisúrlausn skálda, sem kenna sig við raunsæi: berkla-
dauða eða sjálfsmorð óðalsbóndadótturinnar. Slíkri sögu-
lau,sn vísar höf. nú kröftuglega á bug. Evkur það eftir- »
vænting eftir lokabindinu og reikningsskilunum.
Ástarsaga eða ástlevsissaga þessarar miklu ættar er
74