Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 55
I
1 samningatilboði því, sem Sovétríkin gerðu Finnlandi í
fyrrahaust, fólst ekkert, sem skerti sjálfstæði Finnlands.
Þetta viðurkenndu Finnar sjálfir um öll atriðin nema leig-
una á Hangöskaga, en á því atriði strönduðu samningarnir.
Þó var það ekki annað en viðbára. Enginn neitar því nú, að
Finnar séu enn sjálfstæð þjóð, og hafa þeir þó orðið að
ganga að stórum harðari skilmálum en farið var fram á í
fyrra, meðal annars því, að leigja Hangöskaga.
Vafalaust hefur sovétstjórnin ekki gert ráð fyrir því, að
finnska stjómin væri svo fávís að neita að ganga að tillög-
unum. Sovétstjórnin hefur eflaust treyst því, að málin leyst-
ust á friðsamlegan hátt. Auðvitað hefði finnska stjórnin
heldur aldrei farið að leggja til ófriðar við Sovétríkin út af
þessu máli, ef vesturveldin hefðu ekki stappað í hana stálinu
og heitið henni hernaðarhjálp, sem kom reyndar aldrei, þeg-
ar frá eru taldar rausnarlegar vopnasendingar og fjárhags-
aðstoð.
Þegar nú finnska stjórnin neitaði kröfum sovétríkjanna,
munu flestir geta viðurkennt, að ekkert stórveldi hefði látið
þar við sitja, heldur tekið með valdi það, sem krafizt var,
ekki sízt þar sem slíka nauðsyn bar til sem hér og með til-
liti til þess, að finnska stjómin hafði alla tíð sýnt Sovét-
ríkjunum fullan fjandskap og bmggað þeim banaráð í sam-
vinnu við ýms stórveldi álfunnar. Hér skulu látnar liggja
milli hluta þær staðhæfingar Rússa, að Finnar hafi í æsinga-
skjmi byrjað á landamæraskærum, því að í því máli verður
ekkert sannað að svo stöddu.
Um þetta leyti var desembermánuður að hef jast — óheppi-
legasti tími ársins til að hefja hemaðaraðgerðir. En mikið
gat legið við, að vamir norðvesturlandamæranna væm
tryggðar án tafar, því að svo hefði getað farið, að Þýzkaland
og vesturveldin semdu frið og snem styrjöldinni sameigin-
lega gegn Sovétríkjunum. Enginn vafi er á, að milli Þjóð-
verja og bandamanna hafa átt sér stáð leynilegar stjóm-
málaviðræður í vetur, eins og blómleg verzlun átti sér stað
í allan vetur milli vesturveldanna og Þýzkalands, þrátt fyrir
styrjöldina.
55