Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 19
unnar aftur á bak um liðlega 100 ár, búta Pýzkaland í
smáríki, er væru í einhverskonar sambandi sín á milli,
á líkan hátt og gert var á Vínarþinginu 1815.
Stríðsmarkmið Verkamannaflokksins, sem samþykkt
voru af framkvæmdanefnd hans 9. febrúar 1940 segir,
að frönsku þjóðinni verði að tryggja vernd gegn ofbeldi
og þýzka þjóðán verði að fá tækifæri til að beita dugn-
aði sínum og metnaði. Þetta hvorttveggja á að verða
með stjórnarskiptum í Þýzkalandi. Öryggi til handa
Frakklandi og jafnrétti handa Þýzkalandi! — þetta eru
hin pólitísku vígor^ franskra og þýzkra stjórnmála-
manna. frá dögum Weimarlýðveldisins. En hvorugum
kom saman um hvað væri öryggi og hvað væri jafn-
rétti! Og með svo gatslitnum hugtökum ætlar Verka-
mannaflokkur Hans Hátignar að leysa málefni stærstu
stórvelda meginlandsins.
Að sigri Bandamanna loknum, segir í ávarpi Verka-
mannaflokksins, á að koma á heimsbandalagi allra
ríkja, nýju Þjóðabandalagi, sem búið er meira pólit-
ísku og fjárhagslegu valdi, en hið gamla bandalag.
Þetta getur þó aðeins orðið á grundvelli „sósíalismans
og lýðræðisins”, segir í ávarpinu. En það er eftirtektar-
vert, að hvergi er minnst á að til þe&s þurfi að svipta
borgarastéttina eignum hennar, og er því botninn suð-
ur í Borgarfirði.
Hugmyndin um heimsbandalag gengur nú ljósum
logum í bókmenntum borgaralegra rithöfunda og
sósíalista. Menn finna sem rétt er, að núverandi þjóð-
ríki geta ekki lengur þrifist, að framleiðsluöfl heimsins
fá ekki hamist innan ríkjalandamæranna.En allar þess-
ar bollaleggingar eru með öllu gagnslausar, svo ekki
sé sterkara að orði komizt, en í raun réttri eru þær
hættulegar blekkingar. Því að hin misjafna þróun auð-
valdsríkjanna myndi tvístra slíku bandalagi óðar en
varir. Ef slikt bandalag væri framkvæmanlegt myndi
það ekki vera annaö en heimshlutafélag auðvaldsrikj-
anna, þar sem ríkustu hluthafarnir réÖu lögum og lof-
19