Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 15
Næsta ríkö, sem fór í víking eftir löndumi og mörk-
uöum, var ítalía. kaö er einnig fátækt að hráefnum og
þykist hafa veriÖ svikið um sinn hluta af ráninu, er
íriðarsáttmálarnir voru gerðir. Og þetta er rétt að þvi
leyti, að veslurveldin héldu ekki gefin loforð við ítalíu,
er þau teygðu hana inn í heimsófriðinn. ftalía heíur
aukið iðnaðarframleiðslu sína um 76% á árunum 1913
—29, og hún lagði undir sig Abessiníu til að fullnægja
markaðs- og hráefnaþörf sinni og gróðursetja þar at-
vinnuleysingja sína.
Pýzkaland fór þvínæst al' stað. Pað átti að visu
ekki neinn að.gang að löndum í öðrum heimsálf-
um, en á tveirn síðustu árum hefur það skap-
að Stór-Pýzkaland og lagt undir sig 7 þjóðlönd á meg-
inlandi Evrópu. Það er mesta iðnaðarriki heimsins,
na;st Bandaríkjunum, en telur sig þó til „öreiganna”
meðal heimsríkjanna. Iðnaðarframleiðsla þess hefur á
þessu árabili aðéins vaxið um 13%, en framleiðsla þess
er svo mikil að magni, að það er eitt hið markaðsfrek-
asta auðvaldsríki Evrópu. Auðvald Pýzkalands leysti
pólitíska og atvinnulega kreppu sína með því að taka
nazismann í þjónustu sína árið 1933. Alla stund síðan
hefur það vígbúist af kappi og beislað hina feiknalegu
framleiðsluorku sína í þjónustu vígbúnaðarins. Sem
stendur reynir það að brjóta sér leið suður Balkan til
Austurlanda og olíulinda Asíu, og því á það nú í stríði
við hinn forna fjanda, Bretland.
Hið aldraða og auðuga Bretaveldi, sem á hagsmuna
að gæta á öllum höfum og heimsálfum, berst ekki f
fyrsla skipti fyrir lífi sínu. Til þessa hefur það jafnan
sloppið I'ífs af, oftast nær vaxið við hverja raun. En
tækni okkar daga og breytt skilyrði í heimbúskapnum
hafa gengið mjög nærri því, og hvernig svo sem styrj-
öldinni lyktar, mun ekki fara hjá því, að það standi
allmiklu snauðara eftir en áður. Iðnaði þess hefur á ár-
unum 1913—29 hlutfallslega hrakað, eða hann hefur
slaðið i stað. Tennur hins gamla ljóns eru þvi ekki eins
15