Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 73
I
ur Böðrvarsson, sem er stöðugt að íá styrkara -vængja-
tak, kvæðið Brotið sverð (um Jón frá Hlíð). Theodóra
Thoroddsen skrifar fáein orð um skuldina, sem flestir ,
telja, að börn standi í við góða foreldra, og um skuldir
foreldra við börnin.. Mér Þykir óeigingirni hennar sem
móður meiri eða einsýnni en venjulegum börnum er
hollt. Og það held ég, að lífsglöð, þróttug æska sé dóm-
bærari en ellin um það, hvort manni sé betra en ekki
að hafa fæðst i heiminn. Leiðin til að bæta lífið er auð-
vitað ekki sú, að efast um tilgang þess og tilverurétt.
Eg mótmæli af því, að orðum Theodóru fylgir jafnan
áhrifavald. Sverrir Kristjánsson ritar sltýra og vel stíl-
aða grein um byltinguna miklu á Frakklandi. Efnið er
mikið og varfærni í dómum, ágæt frapðsla. En einhverjir
kynnu að reka upp stór augu, ef þeir gættu að því,
hverjum breytingum byltingin hefur tekið síðan í
kennslubók Páls gamla Melsteðs. í tímaritinu eru m. a.
greinar eftir Halldór Laxness, Halldór Stefánsson, Sigurð
Nordal og ritstjórann.
Förumenn I—Il (Dimmuborgir, Efra-Ásættin), eftir
Elinborgu Lárusdóttur. Þetta er merkileg saga að mörgu
leyti. Pað ætti að verða metið við höfundinn fram i aldir,
hver skil hún er þarna búin að gera nokkrum olnboga-
börnum þjóðfélagsins á öldinni, sem leið. Heilan tug
förumanna ber fyrir augu lesenda, og engum tveim svip-
ar saman. Pekking höf. á þeim verður tæplega véfengd.
Og Elinborg er nógu mikið skáld til að blása í þessar
myndir lífsneista listarinnar. Parna eru alkunnar per-
sónur eins og Sólon-Sókrates (Sölvi Helgason) og Ormur
Ormsson (Jóhann beri), vandræðafólk, sem biðst bein-
inga til fjáröflunar (frændi Sveins gamla). Og þar er
Andrés malari, undarlegur fugl og æskuvinur höfundar-
ins. Hversdagslífi og. hátiðabrigðum alþýðu er lýst með
næmleik og gerhygli yfirleitt. Pví fremur hnýt ég um
73