Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 32
við málið. Exi hitt er alveg víst, að hér er um engin heil-
indi að ræða. Broddar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins hafa tvímælalaust samið um að gera allt sem í þeirra
valdi stendxir til að eyðileggja málið, enda liggur í augum
uppi að fulltrúar atvinnurekenda óttast ekkert meira en
sterka og sameinaða verkalýðshreyfingu, Heilindi Sjálfstæð-
isforingjanna má marka á afstöðu þeirra til Landssam-
bandsins, sem þeir hafa sýnt fjandskap á alla lund. Þeir
sömdu við foringja Alþýðusambandsins um að Dagsbrún
skyldi ganga úr Landssambandinu. Og nú leggja þeir alla
stund á að stofna „málfundafélög” innan verkalýðsfélag-
anna þar sem foringjarnir ráða öllu og verkamenn eru
ginntir í með atvinnuloforðum. Nýlega hafa þeir stofnað
landssamband þessara „málfundafélaga” í þeim tilgangi að
hafa ráð þessara verkamanna betur í hendi sér.
En hinsvegar er fylgi verkamanna um hugmyndina um
sameinuð óháð verkalýðssamtök svo öruggt, að þar er við
ramman reip að draga fyrir foringjana.
Verkamannafélagið „Hlíf” í Hafnarfirði neitaði að ganga
úr Landssambandinu, þó Ihaldsverkamenn fengju þar meiri-
hluta í stjóm. Og það hefur heidur ekki tekist að koma
Dagsbrún löglega úr sambandinu. Þingmaðiur Hafnarfjarð-
ar varð að flytja frumvarp á Alþingi um að breyta vinnu-
löggjöfinni þannig að verkalýðsfélögunum væri tryggt meira
lýðræði og Alþingi sá sér ekki annað fært en að samþykkja
ályktun um vilja sinn til þess að Alþýðusambandinu yrði
breytt í lýðræðishorf ,um leið og það visaði málinu frá.
Stjóm Alþýðusambandsins var ekki lengur vært nema
hún sýndi lit á að taka málið til athu.gunar, svo hún skip-
aði 12 manna nefnd til að gera tillögur s.l. sumar. En nefnd-
in verst allra frétta.
Það er skemmst frá að segja, að það er algerlega und-
ir einbeittni verkamanna sjálfra komið hver verða afdrif
málsins á þingi Alþýðusambandsins í haust. Það ríður á að
hvert einasta félag í Alþýðusambandinu sendi þá eina full-
trúa til þings, sem það treystir til að halda fast á málinu,
32
I