Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 85
varB almenni kosningarréttturinn hin mikla lyftistöng
þýzkrar verklýSshreyfingar. Sama áriS og Bismarck
var hrakinn úr embætti, 1890, var sósíalistaflokkur
Pýzkalands fjölmennastur aS atkvæSatölu. Lassalle
hafSi reynst sannspárri en Bismarck, og hinn aldraSi
kanslari játaSi þaS, aS almenni kosningarrétturinn væri
mesta skyssan, er hann hefSi gert á sínum pólitíska
æfiferli.
En Lassalle lifSi ekki sigurför þess flokks, er hann
hafSi stofnaS. Honum auSnaSist aSeins aS hleypa hreyf-
ingunni af stokkunum, en þetta rúma ár sem hann
fékk starfaS, vann hann margra manna verk. PaS er
blátt áfram ótrúlegt, hverju hann fékk afkastaS þessa
stutlu stund. Hann skrifaSi stóra bók hagfræSilegs efn-
is, ritaSi kynstur af bréfum í þágu flokksins, hélt fyr-
irlestra, varSi sig fyrir dómstólunum og árásum and-
stæSinganna. En honum fell þaS þunglega, aS verka-
menriirnir brugSust ekki eins fljótt og eins vel viS
áróSri hans og hann hafSi vonast eftir. Hann hafSi
sagt þaS um verkalýSinn, aS hann værí kletturinn, er
/ nútíminn byggSi kirkju sína á. En þegar til kom voru
verkamennirnir ýmist sinnulausir eSa fylgdu hinum
frjálslyndu aS málum. Og hinum bráSláta alþýSuleiS-
toga fannst seint ganga aS blása lífsanda pólitískra hug-
sjóna sinna í hiS grófgerSa efni lýSsins.
PaS var því þreyttur og bugaSur maSur sem fór til
Sviss sumariS 1864. Þar ætlaSi hann aS hvíla sig og
hugsa sitt ráS. Hann var nú orSinn 39 ára gamall en
gekk ekki lengur heill til skógar. Og nú mætti hann
þeirri konu, sem varS hans skapanorn. Hún var rúm-
lega tvítug, fögur eins og syndin, og hét Helena von1
Dönnigps, dóttir .sendiherra Bayerns í Sviss.
Þau felldu hugi til hvors annars, hin unga og lífs-
glaSa sendiherradóltir og uppreisnarmaSurinn, og hann
elskaSi hana af óhemjuskap roskins manns. Lífslöngun
hans blos^ar upp í návist þessarar ungu fegurSar, hann
trúir henni fyrir pólitískum draumum sínum, nú er
85