Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 66
forna dreifbýli eða þéttar, alræklaðar hverfisbyggðir
eiga að rísa þar upp, sem markaðsskilyrði, jarðhili, veð-
ursæld pg gróðursæld eru hagslæð. Hverfisbyggð þessi
gæti orðið tíðasti byggingarháttur á miklum hluta Suð-
urlands, víða um Borgai'fjörð og NorÖurland. Samyrkja
ætti vel við í þeim hverfum. Allir, sem nokkuð vilja fylgj-
ast með þessum málum, hljóta að lesa rilið lil gagns og
ánægju.
Borgarvirki 1—II, eftir A. .J. Cronin, skáldsaga um
lækna og lækningar, Vilmundur Jónsson, landlæknir
þýddir, útg. Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1939
—40. — l’að er almannarómur, að Borgarvirki sé með
bezlu sögum, sem þýddar hafa verið á íslenzku í seinni
tíð. Höf. er læknir að mennt, og sagan er, einkum seirma
bindið, harðvítug ádeila á læknastétt Englands fyrir dek-
ur hennar við móðursýki og tízkukvilla yfirstéttarinnar,
gagnslaust meðalasull og látalæti við sjúklingana, aðal- »
lega til tekjuöflunar læknunum. Ádeilan á þó nokkurl
erindi hingað til lands. En mestu kostir sögunnar eru
skarpleiki í mannlýsingum og þróttmikil lrásögn. íslenzki
búningurinn fer henni einnig vel. Persónur sögunnar
eru margleitar og flestar ágællega sýndar. Söguhetjan,
Skotinn Andrés Manson, er gæddur afburðagáfum sem
læknir, heitu hjarta og drengskap, en litilli geðstillingu.
Hann á örðugt uppdráttar lengslum sakir efnaskorls, ein-
slæðingsskapar og atgervis síns i járngreipum hins sljóa
íhalds og sakir lundernis síns í hópi hinna háttprúðiu
lítilmenna. Hann er ósíngjarn og er.arðsoginn miskuiin-
arlaust af eldri læknum. Og þrátt. fyrir slálvilja í átök-
um er þessi Kelli.svo reikull í ráði, að óvíst er, að neitt
hefði úr honum orðið, ef hann hefði ekki rekist á Krist-
ínu, litlu kennslukonuna, og ráðizt i það, knúinn ytri
atvikum, að giflast henni umsvifalaust, áður en ást hans
náði að fyrnast. Hún ber lil hans ofurást, en hann tryggð
tll liennar að baki mislyndinu og brösum daglegrar um-
66