Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 49
sjálfstæði þessara tveggja síðastnefndu landa og heitið þeim
aðstoð, ef á þau yrði ráðizt). 3) Sérstakur samningur skyldi
gerður um hemaðarhlið málanna, þar sem tekið væri fram
skýrt og skorinort, á hvem hátt hin gagnkvæma hemaðar-
hjálp skyldi framkvæmd, ef til kæmi. ,
Hver einfeldningur sér, að þetta em þær minnstu og sann-
.gjömustu kröfur, sem hægt var að gera, ef um varnarsátt-
mála ætti að vera að ræða, en slíkan sáttmála þóttist brezka
stjómin vilja gera. Afstaða sovétstjómarinnar í málinu er
eins skýr og verið getur, og allur sá dularhjúpur, sem yfir
þessum samningum hvíldi, meðan þeir stóðu, var því sann-
arlega ekki frá sovétstjóminni. Ef gengið hefði verið að
þessum einföldu og sjálfsögðu skilyrðum, þá hefðu samning-
ar tekizt á stundinni, og annaðhvort væri engin styrjöld orð-
in enn, eða Hitler væri gersigraður. Svona einfalt var málið
:af hálfu sovétstjómarinnar.
En samningar tókust ekki, af því að brezka stjómin vildi
ekki ganga að þessum lágmarksskilyrðum, án hverra gagn-
lcvæmt vamarbandalag gegn ofbeldi hefði verið hégóminn
einn, eins og hver maður sér. Það er: Brezka stjómin vildi
ekkert vamarbandalag við Sovétríkin. Sannanir fyrir þess-
ari staðhæfingu er að finna í svo að segja hverju atriði i
gangi þessara samninga, þó að hér sé ekki hægt að rekja
það til hlítar. Það skal látið nægja að minna á eftirtaldar
staðreyndir:
1) Af þeim 104 dögum, sem samningaumleitanimar stóðu
(frá 15. apríl til 27. júlí 1939) notaði sovétstjómin aðeins
20 daga til að undirbúa og senda uppástungur sínar og til-
lögur, svör og'gagntillögur, en brezka stjómin þurfti á 84
•dögum að halda.
2) Meðan á samningaumleitunum stóð, kom það oft fyr-
ir í ræðum þeirra Chamberlains, Halifax og annarra ábyrgra
brezkra stjómmálamanna, að í rauninni væri þeim kærast,
ef til samninga við Hitler gæti komið, og er samningamir
stóðu sem hæst, komu brezkir blaðamenn því upp, að Hud-
son, viðskiptamálaráðherra Breta, hefði boðið Wohltat
nokkrum, fulltrúa þýzku stjóraarinnar, sem staddur var í
49