Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 1

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 1
léttur 5 1. árgangur 1968 — 2. hefti Atburðarásin hér heima og erlendis síðustu mánuði ætti að íæra hverjum Islending heim sanninn um hver nauðsyn honum er að þekkja það þjóðfélag, er hann lifir við, og mannfélag veraldarinnar yfirleitt, — og þá þekkingu reynir Réttur að miðla mönnum eftir getu. í síðasta hefti var heimsveldastefna Bandaríkjanna gerð að aðalumræðu- efni, en hún er höfuðbölvaldur heims, undirrót hungurs og styrjalda. Og ítök hennar í stefnu efnahagslífs vors og yfirdrottnun í utanríkismálum eru ógæfuvaldurinn hér. Ríkisstjórn íslands dansar dauðadans sjálfstæðs at- vinnulífs undir pípublæstri Nato-velda, meðan efnahagsgrundvöllur þjóðar- innar brestur vegna braskfrelsisins, sem erlent auðvald fyrirskipar. Alls- herjarverkfallið marz var mene tekel, sem ríkisstjórnin ekki skildi. En það sló felmtri á háembættisvaldið í landinu og embættaðan forystulýð valda- flokka við úrslit forsetakosninganna í júní. Það höfðu losnað úr læðingi sterkari öfl en höfðingjarnir héldu, er flokkaböndunum var sleppt. En al- menningur úr öllum flokkum fagnaði. Réttur ræðir í þessu hefti ýms vandamál sósíalisma í Vesturlöndum og nokk- uð íslenzk efnahagsmál, en mun í haust einkum helgaður hinum brýnustu vandamálum þjóðlífs vors. En nú minnir hann vini sína og velunnara á nauðsyn enn meiri útbreiðslu — og enn fá allir nýir áskrifendur síðasta árgang í kaupbæti. 71

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.