Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 29

Réttur - 01.04.1968, Page 29
Sú náð! að mata og klæða' í kjól þá kökudrengi um árlöng jól, sem buxum naumast bjargað fá, en berast hrokafullir á. Af þægð og ótta axlið þér asnans hlut, sem drjólann ber. Hart er ok að herðum greypt. — Hvað er slíku verði keypt? Unaðstár, sem ástar fró og yndi spegli, sæld og ró? Döggva þau þá döpru slóð, er drekkur yðar sveita og blóð — völundanna vopnlausu, vefaranna klæðlausu, landsetanna landlausu, lýðskaranna seinþreyttu? Að smíða vopn — á valdsins kverk, að vefa — böðlum rauðan serk, og yrkja — yðar eigin lönd — því orkar eigi hin styrka hönd! Hrökklizt gren og holur í, hallarsmiðir! Stál og blý — því er einu úthlutað ómælt þeim, er bræða það. Fullnið yðar vandaverk: vefið yðar dánarserk, múrið yðar eigin gröf — England við hin bláu höf.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.