Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 30

Réttur - 01.04.1968, Page 30
JURI FRANZOW: FRAM TIL SAMHELDNI OG EININGAR Kommúnistaflokkar og aðrir verklýðsflokkar, sem saman komu í Budapest, stefna að því að skapa samstarf allra þeirra flokka, er fylgja kenningum Marx og Leníns. Heimsvaldastefnan er mannlegum framför- um og friði Þrándur í Götu. Hún beitir fram- leiðslu og vísindum nútímans til þess að tor- tíma mannlífi, þurrka út frelsi, eyða löndum og undiroka þjóðir. Hálfrar milljón manna amerískur her jafnar þorp og borgir Víetnam við jörðu, eyðir og saurgar landið sjálft. Stríðsógnin vofir yfir Laos og Kambodíu. Bandarískir leiðtogar heimta beitingu kjarnavopna í Víetnam. Það er enn ein ógnun þessara árásarseggja, eins og und- irstrikað var í Sofíu-yfirlýsingu Varsjá-veld- anna. í nálægari Austurlöndum hóta heims- valdasinnar Aröbum stríði. í rómönsku Ame- ríku beitir bandarískt auðvald ógnaraðferðum gegn frelsishreyfingum, og undirbýr hið sama í Afríku. Og í hjarta Evrópu undirbúa þýzkir hemaðarsinnar og nýnasistar endurreisn „ný- skipanar" Hitlers og eru ógn öllum þjóðum. Fyrirætlanir heimsvaldasinna — og þá fyrst og fremst bandarísku auðhringanna, — eru miðaðar við allan heiminn sem heild, þótt þeir reyni að dylja það. Þess vegna er líka nauðsynlegt að flokkar verkalýðs og þjóðfrelsis mæti þessum árásar- fyrirætlunum á sama hátt. Baráttan gegn heimsvaldastefnunni krefst góðrar rannsóknar og skipulagningar á al- þjóðaástandinu á hinum ýmsu sviðum. Wilhelm Liebknecht, samstarfsmaður Marx, gaf verk- lýðsflokkunum það ráð að sameina í sífellu þrjár starfsaðferðir: rannsókn, áróður og skipu- lagningu. Og Lenín hafði miklar mætur á því ráði — og er það í góðu gildi ennþá. Rannsókn og skilgreining ástandsins krefst þess að hvert land, hvert svæði, hver álfa sé tekin sérstaklega — og um leið bardagaað- ferðir og stjórnlist á heimsmælikvarða. Þannig þurfa kommúnistar að undirbúa og móta heims- baráttuna gegn imperíalismanum, heimsvalda- stefnu auðmannastéttanna. Og tilgangur alls þessa er að skipuleggja fjöldann til baráttu. Allt frá upphafi reit Marx á fána verklýðs- flokkanna: „Oreigar allra landa, sameinist!" Það var og inntak Búdapestarfundarins 120 ár- um eftir útkomu Kommúnistaávarpsins. Form samtakanna breytist með breyttum tímum. Þeim verður nú ei stjórnað frá einni miðstöð. Jafnréttháir flokkar verða nú að ráða ráðum sínum á lýðræðislegan hátt. Gagnkvæm virð- ing, vilji til sameiginlegrar niðurstöðu, leit að grundvelli, er allir flokkar viðurkenna sem höfuðatriði, — það eru skilyrðin til þess að alþjóðlegt samstarf kommúnista takist. 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.