Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 37

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 37
PERRY ANDERSON: RÍKIÐ OG NÝKAPÍTALISMINN PERRY ANDERSON er jœddur 1938. Hann stundaði nám við háslcólann í Oxford og út- skrifaðist þaðan 1959. Ilann varð ritstjóri „New Lejt Review“ 1962 og hajði þá verið starjandi í pólitík í 2 ár. Tvœr merkar marxis- tiskar ritgerðir voru ejtir hann í rnjög út- hreiddri enskri bók, „Towards Socialism“ („Til sósíalisma“), sem út kom 1965. Hann hejur ferðast mikið í pólitískum erindum, m. a. til Sovétríkjanna og jleiri Evrópulanda, til Brasilíu, Bolivíu og Kúbu. Hann liefur og komið til Islands og dáist mjög að landi voru. Meðal bóka hans er rit um Portúgal og lok nýlendukúgunarinnar. Perry Anderson er af ýmsum talinn bezti marx- isti hinnar ungu kynslóðar. Grein sú, sem hér birlist eftir hann, kom í norrœna sósíalista- tímaritinu „Zenith“. Er þar að jinna hug- myndir lians um þjóðfélag og ríkisvald, eink- urn í Vestur-Evrópu, og er nauðsynlegt að kynnast þeim, ef menn vilja brjóta þau vanda- mál til mergjar, hvort sem menn kunna að vera sammála hugmyndum hans eða ekki. Greinin er þýdd með leyfi höjundar. Hlutverk ríkisins Hlutvcrk ríkisins í þróuðu þjóðfélagi okkar tíma er kjarninn í öllum umræðum um sósíalíska baráttu- list sem og í markverðustu fræðihugleiðingum um byltingu í Vesturevrópu. Ríkið er brennidepill þar sem öll grunnvandamál verkalýðshreyfingarinnar sker- ast. Ilvert er eðli þinglýðræðis? Hverskonar eru í raun afskipti ríkis af efnahagslífinu? Er til íriðsam- leg leið til sósíalisma? Er framför að takmarkaðri þjóðnýtingu? Hver eru einkenni viðreisnarkapítal- isma áranna eftir stríðið? Fræðikenning um ríkisvaldið er forsenda að svör- um við þessum spurningum öllum, en slíka fræði- kenningu skortir verkalýðshreyfingu Evrópu einmitt á sjöunda áratug þessarar aldar. Allt og sumt sem við eigum völ á eru dreifð atriði, sum frá Lenín og önnur frá Gramsci, og oftast sett í rangt samhengi eða villandi. Allajafna umlykur þokubakki reikullar liugs- unar viðfangsefnið í heild, jafnvel einföldustu skýr- ingar vantar og skilgreiningar. Hér er óhemju mikið óunnið og við þessar aðstæður er aðeins hægt að drepa á höfuðdrætti í stuttri grein, en ekki gera efn- inu tæmandi skil. Þegar litið er til hinnar almennu þagnar getur jafnvel hráðabirgða athugun gert nokk- urt gagn. 107

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.