Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 53

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 53
ir auðhringar væru að leggja undir sig iðnað Italíu. Þannig náði Gene- ral Electric, ameríski auðhringur- inn, nýlega tökunum á ítalska hluta- félaginu Olivetti, sem var byrjað að þróa rafeindaiðnað á Ítalíu. Verkamenn tóku upp baráttu fyr- ir verndun þessa ítalska iðnaðar með því að þjóðnýta hann og mynd- aðist um það hin breiðasta sam- fylking með sósíaldemókrötum og kaþólskum. Þá var á þessum fundi einnig rætt um samstarf vinstri flokkanna, — en eins og kunnugt er unnu þeir síðan stórsigur í þingkosningum á ftalíu. Þá eru í heftinu margar greinar um samstarf framfaraafla í Frakk- landi, Spáni og Marokkó. Þá komu greinar um efnahagsmál sósíalistísku landanna og ýms vandamál Suður-Ameríku. James Klugmann, ritstjórinn að „Marxism to-day“, skrifar um ráð- stefnu kommúnista og kaþólskra. /. Prazsky ritar um stríðið í Víet- nam og ófarir amerísku árásarseggj- anna þar. World Marxist Review. Prag. 11. árg. 4. hefti. Fremst í þessu hefti eru frásagnir frá febrúar-ráðstefnu kommúnista- flokka og fleiri verklýðsflokka í Budapest og skjöl hennar. Þá er minnst 98. afmælisdags Leníns. Þvínæst koniu allmargar greinar um þróunina í sósíalistísku löndun- um, síðan skilgreining á ýmsum þáttum þróunarinnar í auðvalds- löndunum. Skal þar sérstaklega bent á tvær: John Gibbons ritar um „Banda- ríkin 1968: sjúkt þjó8félag“ og þeir /. Gruner og K. H. Schvmnk um „Kreppu sterlingspundsins og ajleiðingar hennar". Þá koma tvær greinar um stríðið í Víetnam. Eftirtektarverðar greinar eru þar um baráttuna í Suður-Ameríku. Annarsvegar er það samtal við Teo- doro Petkov, en hann er einn af meðlimum framkvæmdanefndar Kommúnistaflokks Venezuelu, sem strauk úr fangelsinu San Carlos á- samt tveim öðrum framkvæmda- nefndarmönnum, en allir höfðu þeir verið í þrjú ár í þessari dýflissu án dóms og laga. Hefur Petkov áð- ur strokið úr fangelsum afturhalds- ins í Venezuela. Hgnn var þing- maður áður og forðum stúdenta- leiðtogi. (Fréttin um strok Petkovs kom í öllum heimsblöðum, en auð- vitað hvorki í blöðum né útvarpi hér). — Hins vegar er grein eftir Chajjic Handall um stjórnlist bylt- ingarmanna í rómönsku Ameríku. Meir Vilner, leiðtogi Kommún- istaflokks ísrael, skrifar um baráttu flokksins fyrir friði og gegn árásar- stefnu ríkisstjórnarinnar. lb Nörlund skrifar um „kommún- istana og horfurnar fyrir vinstri öflin“ í Danmörku. S. Ahmed skrifar grein um tíma- mót í sögu Kommúnistaflokksins í Irak, en sá flokkur hefur átt við ægilegar ofsóknir að búa. Kommún- istaflokkur Iraks berst fyrir frelsi Kúrda og vill vinna með þjóðfrelsis- hreyfingu þeirra. Tímarit um heimsmál og sósíalisma. Hér skal getið nokkurra tímarita erlendra, sem hugsanlegt er að á- skrifendur Réttar hefðu áhuga fyrir Eru þau ýmist gefin út af kommún- istum eða öðrum vinstri sósíalistum: „Verden og vi“ er norskt tímarit, sem kemur út 10 sinnum á ári, all- stór hefti. Árgangurinn kostar 28 norskar krónur. Heimilisfang: Boks 3715. Oslo. Ritstjóri er Arne Petter- sen. „Tiden“ er danskt tímarit, kemur út 12 sinnum á ári, kostar 30 dansk- ar krónur. Ritstjóri er Ib Nörlund. Utanáskrift: Dronningens Tværgade 3. Köbenhavn. Bæði eru þessi tímarit marxistísk og flytja m. a. ýmsar greinar, þýdd- ar úr World Marxist Review. Labour Monthly, enska marxis- tíska tímaritið ,hefur nú komið út síðan 1921. Ritstjóri er R. Palme Dutt. Kemur út mánaðarlega, kost- ar 27 shillinga. Utanáskrift: 134 Ballards Lane, London N. 3. New Lejt Review, 7 Carlisle Street, London W. 1, er tímarit ungra vinstri sósíalista. Ritstjóri er Perry Anderson. Kostar 27 shillinga á ári, 6 hefti. Horizons, marxistískt ársfjórð- ungsrit, er gefið út af útgáfufyrir- tækinu Progress Books, 487 Ade- laide St. West, Toronto 2 b, On- tario, Kanada. Kostar 3 dollara á ári. Ritstjóri er Stanley Ryerson. Greinar í því ern bæði á ensku og frönsku. Monthly Review, óháð sósíalis- tískt tímarit. 10 hefti á ári. Utaná- skrift: 116 West, 14th Street, New York, N. Y. 10011, U.S.A. — Rit- stjórar: Leo Iluberman og Paul M. Sweezy. Kostar 8 dollara á ári. International Socialist Journal, P. O. Box 665, Róm. Ritstjóri er Lelio Basso. Óháð sósíalistískt tíma- rit, kemur út 6 sinnum á ári. Kostar 36 danskar krónur, fæst frá I. S. J. Folkets Allé 40, Köbenhavn F. Zenith er norrænt, sósíalislískt tímarit. Kcmiir út sex sinnum á ári. Kostar 100 norrænar krónur. Rit- stjóri er Gtinnar Olafsson. Utaná- skrift: Box 19017, Stockholm 19. „Science and Society“, óháð marx- ista-tímarit. Kemur út ársfjórðungs- lega. Heimilisfang: 30 East 20th Street, New York, N.Y. 10003. 123

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.