Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 10
Mengunar hefur orðið vart í hafinu suour af íslandi. (Mynd frá rannsóknarferð Johan Hjort).
að meta hverju sinni, hvaða umhverfisbreyt-
ingar við tökum í kaup fyrir raforkuna. Auð-
vitað þurfum við jafnframt að setja þessum
innlenda iðnaði ströngustu reglur til varnar
mengun, eins og áður var á minnzt. En með
þessari leið gefst okkur allt annað og betra
ráðrúm til aðlögunar en sé álbræðsluleiðin
farin, og við munum með þessu móti halda
okkar efnahagslega sjálfstæði og því val-
frelsi, sem fylgir, í stað þess að binda trúss
okkar með langtímasamningum við Gróttar-
kvörn erlendra auðfélaga, sem hingað vilja
ekki aðeins sækja gróða af ódýrri orku, held-
ur og umhverfi, sem þau gætu ráðskazt með
á annan og ódýrari hátt en í iðnvæddum
löndum Evrópu og Norður-Ameríku.
HAGVÖXTUR OG UMHVERFI
Hér er ekki rúm til að ræða nánar þessa
ólíku valkosti frá efnahagslegum sjónarhóli
eða með tilliti til hins margumtalaða hag-
vaxtar. Aðeins skal það staðhæft, að ég tel
líkur á, að einnig á því sviði reynist leið
innlendrar iðnþróunar margfalt vænlegri. Oft
er réttilega á það bent, að hagvöxtur eins og
algengast er að reikna hann út, sé enginn
einhlítur mælikvarði á hagsæld þjóða, og
einmitt þáttur umhverfisins eigi eftir að verða
hátt metinn og vaxa óðfluga á næsm árum.
Friðsælt og ómengað umhverfi verður að
líkindum talið til allra eftirsóttustu lífsgæða
fyrir lok þessarar aldar. Þar á Island með sín
víðerni, fegurð og fjölbreytta náttúru ótrú-
lega möguleika, aðeins ef við reynumst menn
til að nýta þá og varðveita með því að setja
hér strangar reglur um verndun umhverfis-
ins og veljum leið innlendrar iðnþróunar í
stað erlendrar stóriðju á Islandi.
10