Réttur - 01.01.1971, Side 35
Tortimingarvald og grimmd þessarar yfirstéttar
gerir stjórnlist heimsbyltingarafianna erfiða og
vandasama. Sú stjórnlist hlýtur að felast i því að
þrengja í sifellu hringinn að villidýrinu, — imperial-
ismanum — halda því í skefjum og draga stöðugt
úr áhrifavaldi þess, en gefa því aldrei tækifæri til
að beita á heimsmælikvarða tortímingarsprengjum
sínum. Og framkvæmd slikrar stjórnlistar krefst
framar öllu einingar heimsbyltingaraflanna.
8. SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR . . .
Á þeirri öld, sem liðin er síðan Parísarkommún-
an leið hefur þvi heimsbylting sósialisma og þjóð-
frelsis unnið slika stórsigra að ekki þarf að efast
um hvert stefnir, ef rétt er á haldið.
Lenín, sá mikli meistari stjórnlistarinnar, reit fyrir
fimmtíu árum i bréfi til þýzku kommúnistanna, að
enginn í veröidinni gæti hindrað sigur kommúnist-
anna nema kommúnistarnir sjálfir.
Þetta er rétt. Málstaður sósíalismans og þjóð-
frelsisins er svo góður, að sigurinn er óhjákvæmi-
legur, ef beitt er réttum bardagaaðferðum. Og
Lenin bætir við: „En að öfga, þótt í ofurlitlu sé, er
að hindra sigurinn".*
Lenin varaði þannig með hinum sterkustu orðum
við þessari hættu á að ganga of langt, að fara
út í öfgar, þótt i litlu væri og á takmörkuðu sviði
bardagaaðferðar. Hann ræddi hvað gerzt hafði i því
efni á þriðja heimsþingi Alþjóðasambands komm-
únista og nálgaðist það að verða „hinum byltingar-
sinnaða marxisma til vansa". Og hann segir:
„Öfgarnar voru ekki miklar. En hættan af þeim
var gifurleg. Baráttan gegn þessum öfgum var
erfið, þvi þeir, sem þarna gengu of langt, voru ein-
mitt beztu, tryggustu aðilarnir — og án þeirra væri
l'klega ekkert Alþjóðasamband kommúnista til.“**
Þessi varnaðarorð Leníns eiga vissulega erindi
til allra sósíalista, ekki sizt þeirra af þeim, sem
telja sig kommúnista og góða lærisveina Leníns.
Dýrkeypt reynsla hreyfingar vorrar á siðustu ára-
tugum hefur undirstrikað þau.
Og þá hafa öfgarnar ekki verið neitt smáræði,
enda hættan af þeim og tjónið ægilegt.
Kommúnistaflokkur Sovétrikjanna, Kommúnista-
flokkur Kina — og sumir aðrir valdaflokkar komm-
únismans, — einmitt þessir voldugustu og harð-
skeyttustu aðilar, án hverra vald sósíalismans i
veröldinni væri hverfandi, — einmitt þeir hafa
gert sig seka um þær öfgar að bera hver öðrum
gagnbyltingu á brýn, framkvæma fangelsanir og
bannfæringar, sumir jafnvel réttarhöld og aftökur
á beztu og tryggustu kommúnistum og neita í slik-
um ofsa samstarfi við „bersynduga".
Við verðum að muna að þótt málstaður sósíal-
ismans sé góður, þá er hægt mitt í öllum sigrunum
að misbeita svo valdi hans að hann afskræmist í
augum fólks er utan við stendur, — enda skortir
ekki á viðleitnina hjá fjendum hans, þegar tækifærin
gefast, til að birta hann öllum heimi í þeirri af-
skræmdu mynd.
Það er líka hægt, þrátt fyrir yfirburði sósialism-
ans yfir kapítalismann, að flytja mál hans svo illa,
eða fátæklega — að eigi vinni hann þessvegna þá
áhangendur, er eðlilegt væri. Og það er einnig
hægt að boða hann með sliku ofstæki að hver sem
litur öðruvísi á sósíalismann en viðkomandi boðberi
sé brennimerktur sem gagnbyltingarsinni, — og
vissulega hafa þau viðbrögð tiðkast alltof oft og
lengi.
öllu þessu höfum vér kynnzt á okkar ævi, jafn-
hliða því sem heimsbylting sósialisma og þjóð-
frelsis hefur verið að brjóta sér braut um jarðar-
kringluna svo sem sagan sýnir, — þrátt fyrir allt,
þrátt fyrir eigin mistök og afglöp, — þrátt fyrir ægi-
legustu ofsóknir ag útrýmingarherferðir af hálfu
auðvalds og afturhalds, sem nokkur hreyfing nokk-
urntíman hefur orðið fyrir.
Á þýzkunni er þetta: „öbertreiben aber, wenn
auch nur ein klein wenig, heiszt eben den Sieg
verhindern". Sögnin „öfga" þýðir sama og „fara út
1 öfgar", Sem nú er tiðar notað.
Á þýzku hljóðar þetta svo: „Die öbertreibung
war nicht grosz. Aber ihre Gefahr war gewaltig.
Der Kampf gegen diese öbertreibung war schwer,
denn die öbertreibung begingen die wirklich best-
en, treuesten Elemente, ohne die es wohl uber-
haupt, keine Kommunistische Internationale gabe".
(I bréfi til þýzku kommúnistanna 14. ágúst 1921).
35