Réttur


Réttur - 01.01.1971, Síða 51

Réttur - 01.01.1971, Síða 51
ERLEND VÍÐSJÁ GOMULKA Gomulka, einn af traustustu leiðtogum kommúnista í sósíalistísku ríkjunum, er far- inn frá. Wladyslaw Gomulka er fæddur 1905 í Galisíu. Faðir hans var verkamaður og Go- mulka var svo að segja alinn upp í verkalýðs- hreyfingunni sem sósíalisti. 1926 gekk hann í Kommúnistaflokk Póllands, eftir að hafa áður verið í vinstra armi PPS (Pólska sósíal- istaflokknum). Það ár var hann tekinn fastur í fyrsta sinn og dvaldi um tíma í dyflissum Póllands. Strax og hann slapp hóf hann starf- semi sína í verkalýðshreyfingunni af fullum krafti á ný. 1932 var hann handtekinn fyrir leynilega starfsemi, eftir að lögreglan hafði sært hann skotsári í annan fótinn, og leið hann undir því alla ævi. Var hann nú tvö ár í fangelsi. Hóf síðan baráttu á ný. Var svo tekinn fastur enn 1936 og dæmdur í sjö ára fangelsi. Var hann nú í fangelsi þar til í stríðsbyrjun 1. september 1939- Að einu leyti kann þessi fangelsisvist að hafa bjargað lííi hans, hefði hann t. d. orðið að flýja til Moskvu, hefði hann máske lent í því að vera drepinn sem fleiri af beztu foringjum pólska kommúnistaflokksins, sem voru útlagar í Moskvu 19.38, eftir að Kommúnistaflokkur- inn pólski var leystur upp. Gomulka barðist ásamt fleiri kommúnist- um, er sluppu nú úr fangelsi, gegn nazistum í Varsjá í september 1939- Hóf hann síðan Gomulka. leynilega baráttu gegn nazistum. Haustið 1941 var Pólski verkamannaflokkurinn stofnaður, frá því í desember 1942 var Go- mulka í miðstjórn hans og frá því 23. nóv. 1943 ritari flokksins. Var hann síðan einn höfuðleiðtogi pólskrar alþýðu í frelsisbaráttu hennar, jafnt í stríði sem sigri, ýmist sem flokksleiðtogi eða varaforsætisráðherra þar til sumarið 1948, er honum var vikið frá, þegar ofsóknir þær hófust, er leiddu síðan til málaferlanna í löndunum í kring (Slansky, 51

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.