Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 51

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 51
ERLEND VÍÐSJÁ GOMULKA Gomulka, einn af traustustu leiðtogum kommúnista í sósíalistísku ríkjunum, er far- inn frá. Wladyslaw Gomulka er fæddur 1905 í Galisíu. Faðir hans var verkamaður og Go- mulka var svo að segja alinn upp í verkalýðs- hreyfingunni sem sósíalisti. 1926 gekk hann í Kommúnistaflokk Póllands, eftir að hafa áður verið í vinstra armi PPS (Pólska sósíal- istaflokknum). Það ár var hann tekinn fastur í fyrsta sinn og dvaldi um tíma í dyflissum Póllands. Strax og hann slapp hóf hann starf- semi sína í verkalýðshreyfingunni af fullum krafti á ný. 1932 var hann handtekinn fyrir leynilega starfsemi, eftir að lögreglan hafði sært hann skotsári í annan fótinn, og leið hann undir því alla ævi. Var hann nú tvö ár í fangelsi. Hóf síðan baráttu á ný. Var svo tekinn fastur enn 1936 og dæmdur í sjö ára fangelsi. Var hann nú í fangelsi þar til í stríðsbyrjun 1. september 1939- Að einu leyti kann þessi fangelsisvist að hafa bjargað lííi hans, hefði hann t. d. orðið að flýja til Moskvu, hefði hann máske lent í því að vera drepinn sem fleiri af beztu foringjum pólska kommúnistaflokksins, sem voru útlagar í Moskvu 19.38, eftir að Kommúnistaflokkur- inn pólski var leystur upp. Gomulka barðist ásamt fleiri kommúnist- um, er sluppu nú úr fangelsi, gegn nazistum í Varsjá í september 1939- Hóf hann síðan Gomulka. leynilega baráttu gegn nazistum. Haustið 1941 var Pólski verkamannaflokkurinn stofnaður, frá því í desember 1942 var Go- mulka í miðstjórn hans og frá því 23. nóv. 1943 ritari flokksins. Var hann síðan einn höfuðleiðtogi pólskrar alþýðu í frelsisbaráttu hennar, jafnt í stríði sem sigri, ýmist sem flokksleiðtogi eða varaforsætisráðherra þar til sumarið 1948, er honum var vikið frá, þegar ofsóknir þær hófust, er leiddu síðan til málaferlanna í löndunum í kring (Slansky, 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.