Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 2
yfirstéttin bregst við að eiga að skila aftur til alþýðu manna nokkru af því, sem hún hefur undanfarið ranglega af henni haft, — sem og að sýna að hún hafi hæfileika til þess að reka atvinnulifið skynsamlegar en gert hefur verið og losna við nokkuð af glundroða þeim, eyðslu og spillingu, sem þar hefur vaðið uppi. En þrátt fyrir alla erfiðleika inn á við og út á við, verður nú lagt til þaráttu 7yrir tveim miklum lífshagsmunamálum íslendinga: landhelgismálinu og her- stöðvamálinu, þótt þar sé við voldug erlend ríki að eiga. Veltur nú allt á að þjóðin standi fast og einhuga bak við stjórn sína. Aðstaða verklýðshreyfingarinnar hefur nú gerbreytzt. í hagsmunabaráttunni hefur möguleiki hennar til að knýja fram lífskjarabætur stórvaxið. í stjórn- málabaráttunni hefur ábyrgð hennar á því að kunna að hafa forustu í þjóð- inálunum vaxið að sama skapi. Með því valdi og áhrifum á ríkisvaldið, sem verklýðshreyfingin nú hefur, vex ábyrgð hennar. Yfirstéttin ætti það til að stöðva atvinnurekstur sinn að meira eða minna leyti á einhverju stigi átak- anna — og verklýðshreyfingin þarf að vera við því búin að geta sjálf tekið forustuna um og ábyrgðina á atvinnurekstrinum, ef í harðbakka slær. Það krefst hins vegar þeirrar yfirsýnar yfir allan þjóðarbúskapinn, sem hver sós- lalistísk verklýðshreyfing ætíð þarf að hafa, ef hún ætlar að reynast stöðu sinni vaxin. Verklýðsfélögin þurfa vafalaust að hrista af sér slénið um funda- hald og fræðslustarfsemi, en framar öllu þurfa þó hin pólitísku félög verka- lýðsins, — og þá fyrst og fremst Alþýðubandalagsfélögin, — að margfalda alla starfsemi sína og auka sósíalistískan þroska sinn. Alþýðubandalagið sýndi sig í þessum kosningum að vera hin breiða, róttæka fjöldahreyfing verkalýðs og þjóðfrelsissinna, sem stóðst allar klofningshrinur. Það á eftir að verða í reynd hinn sterki sósíalistíski flokkur, sem þióðin einmitt nú þarf á að halda í þeim átökum, sem hennar bíða. Menningar- og þroska-starf verklýðshreyfingarinnar verður því mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr. ★ Réttur öðlast nú aukið gildi fyrir allt áhugafólk róttækrar hreyfingar. í göml- um greinum hans, ekki sízt frá 1948 og 1958, er að finna ýmislegt um reynslu sósíalista af þátttöku í ríkisstjórnum hér áður fyrr — og mætti sú reynsla að nokkru gagni koma nú ekki sízt um áætlunarbúskap og efnahagsmál. Og þá er í grein Magnúsar Kjartanssonar 1959 um landhelgismálið rakin saga, sem þjóðin þarf öll að þekkja og kunna. Það þarf því ekki aðeins að útbreiða Rétt nú eins og hann er. Fyrri árgangar eru einnig vopnabúr, sem að gagni getur komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.