Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 50

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 50
treysta á sósíalistísku löndin til þess að fá vopn í frelsisbaráttu sinni. — Það er kaldhæðni örlaganna að land Georg Washington skuli nú vera aðalbak- hjarl nýlendukúgunar, aðalbölvaldur sjálf- stæðisbaráttu, stórkaupmaður dauðans í yfir- drottnunar- og gróða-skyni. ÖRBIRGÐIN I Afríku er einn læknir á hverja 50.000 íbúa, í Evrópu einn á 800. I rómönsku Ameríku sem heild eiga 1,3% jarðeigendanna 71,6% alls ræktaðs lands. I Asíu verða fjögur af hverjum fimm skólabörnum að hætta vegna fátæktar áður en þau hafa lokið námi samkvæmt fjögurra ára barnaskólaskyldu. Auðvald Bandaríkjanna og aðrir fjárfest- endur arðræna þetta fátæka fólk. Banda- rískir auðmenn græddu 1957 418 miljónir dollara á fjárfestingu sinni í Afríku. Af þeim gróða tóku þeir 364 miljónir heim til Bandaríkjanna en fjárfestu að nýju 176 milj- ónir til að græða meir. — Þetta kalla þeir „aðstoð". SOMALIA Somalía varð sjálfstæð 1. júlí 1960, hinar fyrrum brezku og ítölsku nýlendur voru sam- einaðar i lýðveldið Somalíu. Bandaríska auð- valdið tók að bera víurnar í landið eftir að olía og úraníum fannst þar. Forseti landsins, Shermarke, var myrtur 16. okt. 1969 og tal- ið að CIA stæði á bak við og ætlaðist til að skjólstæðingur Bandaríkjanna, auðmaðurinn Bogar, yrði þá forseti. En herinn reis upp og gerði byltingu 21. október og er talið að al- þýða manna fylgi honum. Á fyrsta ári hinnar þjóðlegu stjórnar voru útlendu bankarnir þjóðnýttir, Shell olíufé- lag sömuleiðis. Stjórnin hefur sett sér að út- rýma ólæsi, tryggja atvinnulausum vinnu, endurskipuleggja landbúnaðinn, koma upp samvinnu hjá bændum o. fl. Á ársafmæli byltingarinnar lýsti forseti byltingarráðsins, Muhamedmad Síad Barre, yfir því að Somalía hefði kosið leið sósíal- ismans til framfara. Meðal gesta við hátíða- höldin voru fulltrúar sovétstiórnarinnar og Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Byltingar- stjórnin hefur tekið upp stjórnmálasamband við þýzka alþýðulýðveldið og N.-Vietnam og fordæmt árás Bandaríkianna á Indó-Kínt og rekið „friðarsveitir" þeirra úr landi. Heon- azt hefur að koma í veg fyrir tilraunir aftur- haldsins til valdatöku. Somalía er 637 þúsund ferkílómetrar að stærð, íbúar 2.660,00. EINRÆÐISHERRAR í VESTUR-ÞÝZKALANDI Þróunin í fjármálaheimi Vestur-Þýzkalands er táknræn fyrir hvernig allt vald í efnahags- lífi auðvaldsskipulags færist á æ færri hendur. Þrír stórbankar þar, Deutsche Bank, Dresdner Bank og Commerzbank, sem hafa samstarf sín á milli, hafa rétt til þess að eiga sjálfir hlutabréf í fyrirtækjum og fara svo sjálfir með atkvæði bæði fyrir sjálfa sig og viðskiptavini, sem ljá þeim hlutabréf að tryggingu, og ráða þannig stórfyrirtækjum. Þýzku bankarnir ráða 70% alls hlutafjár í þýzkum hlutafélögum. Þeir ráða meginhluta atvinnufyrirtækjanna þó þeir eigi þau ekki. Þeir „þrír stóru" ráða hluthafafundum stóru efnafræðisamsteypanna Hoechst og BASF (Badische Anilin und Soda-Fabrik), (en það eru afturgöngur hins illræmda IGF-hrings), 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.