Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 50
treysta á sósíalistísku löndin til þess að fá
vopn í frelsisbaráttu sinni.
— Það er kaldhæðni örlaganna að land
Georg Washington skuli nú vera aðalbak-
hjarl nýlendukúgunar, aðalbölvaldur sjálf-
stæðisbaráttu, stórkaupmaður dauðans í yfir-
drottnunar- og gróða-skyni.
ÖRBIRGÐIN
I Afríku er einn læknir á hverja 50.000
íbúa, í Evrópu einn á 800.
I rómönsku Ameríku sem heild eiga 1,3%
jarðeigendanna 71,6% alls ræktaðs lands.
I Asíu verða fjögur af hverjum fimm
skólabörnum að hætta vegna fátæktar áður
en þau hafa lokið námi samkvæmt fjögurra
ára barnaskólaskyldu.
Auðvald Bandaríkjanna og aðrir fjárfest-
endur arðræna þetta fátæka fólk. Banda-
rískir auðmenn græddu 1957 418 miljónir
dollara á fjárfestingu sinni í Afríku. Af
þeim gróða tóku þeir 364 miljónir heim til
Bandaríkjanna en fjárfestu að nýju 176 milj-
ónir til að græða meir. — Þetta kalla þeir
„aðstoð".
SOMALIA
Somalía varð sjálfstæð 1. júlí 1960, hinar
fyrrum brezku og ítölsku nýlendur voru sam-
einaðar i lýðveldið Somalíu. Bandaríska auð-
valdið tók að bera víurnar í landið eftir að
olía og úraníum fannst þar. Forseti landsins,
Shermarke, var myrtur 16. okt. 1969 og tal-
ið að CIA stæði á bak við og ætlaðist til að
skjólstæðingur Bandaríkjanna, auðmaðurinn
Bogar, yrði þá forseti. En herinn reis upp og
gerði byltingu 21. október og er talið að al-
þýða manna fylgi honum.
Á fyrsta ári hinnar þjóðlegu stjórnar voru
útlendu bankarnir þjóðnýttir, Shell olíufé-
lag sömuleiðis. Stjórnin hefur sett sér að út-
rýma ólæsi, tryggja atvinnulausum vinnu,
endurskipuleggja landbúnaðinn, koma upp
samvinnu hjá bændum o. fl.
Á ársafmæli byltingarinnar lýsti forseti
byltingarráðsins, Muhamedmad Síad Barre,
yfir því að Somalía hefði kosið leið sósíal-
ismans til framfara. Meðal gesta við hátíða-
höldin voru fulltrúar sovétstiórnarinnar og
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Byltingar-
stjórnin hefur tekið upp stjórnmálasamband
við þýzka alþýðulýðveldið og N.-Vietnam
og fordæmt árás Bandaríkianna á Indó-Kínt
og rekið „friðarsveitir" þeirra úr landi. Heon-
azt hefur að koma í veg fyrir tilraunir aftur-
haldsins til valdatöku.
Somalía er 637 þúsund ferkílómetrar að
stærð, íbúar 2.660,00.
EINRÆÐISHERRAR í
VESTUR-ÞÝZKALANDI
Þróunin í fjármálaheimi Vestur-Þýzkalands
er táknræn fyrir hvernig allt vald í efnahags-
lífi auðvaldsskipulags færist á æ færri hendur.
Þrír stórbankar þar, Deutsche Bank,
Dresdner Bank og Commerzbank, sem hafa
samstarf sín á milli, hafa rétt til þess að eiga
sjálfir hlutabréf í fyrirtækjum og fara svo
sjálfir með atkvæði bæði fyrir sjálfa sig og
viðskiptavini, sem ljá þeim hlutabréf að
tryggingu, og ráða þannig stórfyrirtækjum.
Þýzku bankarnir ráða 70% alls hlutafjár í
þýzkum hlutafélögum. Þeir ráða meginhluta
atvinnufyrirtækjanna þó þeir eigi þau ekki.
Þeir „þrír stóru" ráða hluthafafundum stóru
efnafræðisamsteypanna Hoechst og BASF
(Badische Anilin und Soda-Fabrik), (en það
eru afturgöngur hins illræmda IGF-hrings),
170