Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 22
um þjóðfélagslegum völdum. Þessi barátta skyldi háð innan ramma hins ríkjandi skipu- lags eftir því sem aðstæður leyfðu, en sú hef- ur orðið raunin, að æ fleiri hafa sannfærzt um að sú leið sé ekki fær, heldur þurfi að koma til gagngert uppgjör við hið kapítalíska kerfi og öll valdatæki þess. Sá hópur,sem fyrstur varð til að setja dæm- ið þannig upp, voru samtök þau sem kenndu sig við „black power" (blökkumannavald), en þau tóku að mótast upp úr miðjum ára- tugnum. Kunnasti talsmaður þessara samtaka var stúdentaleiðtoginn Stokely Carmichael. Þessi hreyfing taldi, að hinar fyrri baráttu- aðferðir hefðu brugðizt og því yrði að grípa til róttækari ráðstafana. Talsmenn hreyfing- arinnar lögðu á það megináherzlu, að blökkumenn yrðu að skipuleggja sig, hver á sínum stað, og einbeita sér síðan að því að tryggja sér og samtökum sínum áhrif á sviði stjórnmála og atvinnumála eftir því sem þau hefðu styrk til. Þetta fól m. a. í sér það, að blökkumenn skyldu sameinast um að reyna að tryggja að kjörnir yrðu embættismenn úr þeirra hópi á þeim svæðum, þar sem þeir voru í meirihluta, þannig að þeir fengju sjálf- ir yfirráð yfir lögreglu og öðrum stofnunum ríkisvaldsins á hinum ýmsu stöðum. Samtökin veittust einnig harðlega að arðráni hvítra kapítalista á íbúum blökkumannahverfa stór- borganna, en mestur hluti verzlunar- og þjónusmstarfsemi á slíkum svæðum var í höndum hvítra manna, sem bjuggu annars staðar og fluttu allan viðskiptagróða sinn á brott. „Black power" hreyfingin lagði einn- ig mikið kapp á að reyna að vekja svarta Bandaríkjamenn til meðvimndar um þjóð- ernislega sérstöðu þeirra innan Bandaríkj- anna og samstöðu þeirra með kynbræðmm sínum í hinum nýfrjálsu ríkjum Afríku og með þjóðfrelsishreyfingum þriðja heimsins. Það, sem síðan hefur gerzt, er svo það, að 142 þessi hreyfing hefur klofnað og ný samtök hafa risið á legg. Þessi nýju samtök hafa sett sér enn róttækari markmið og jafnframt hafa átök þeirra við ríkisvaldið farið síharðnandi. Kunnust þessara baráttusamtaka eru „Svörtu hlébarðarnir" svonefndu („Black Panther"). Mikill hluti þeirra, sem áður fylgdi „Black Power'-hreyfingunni að málum, hefur nú gengið til liðs við „Svörtu hlébarðana", m.a. Carmichael, en ýmsir úr hópi hinna hægfara fylgismanna hennar hafa verið gerðir „óskað- legir". Það eru þeir, sem tekið hafa trúan- legan boðskap Nixons um „svartan kapítal- isma" sem lausn á vandamálum þeim, sem tröllríða bandarísku þjóðlífi sem afleiðing af því, að bandarískt þjóðfélag hefur ekki tryggt jafnrétti þegnanna í reynd. Ymsir úr hinum hægfara armi hafa gengið til samstarfs við opinbera aðila um ýmsar „framkvæmdaáætl- anir" í hefðbundnum stíl. Það var í október 1966 að sjálfsvarnar- samtökin „Svörtu hlébarðarnir" voru stoín- uð. Frumkvöðlarnir að stofnun þeirra voru þeir Huey Newton og Bobby Seale. Hvorug- ur þeirra hafði áður tekið virkan þátt í stjórn- málum. Fljótlega bættist samtökunum þriðji leiðtoginn, rithöfundurinn Eldridge Cleaver, sem var eins konar útbreiðslustjóri samtak- anna. Hann er nú í útlegð í Alsír. Fyrstu skipulögðu hóparnir urðu til í borg- inni Oakland. Hér var um eins konar varð- sveitir að ræða, enda voru félagar þeirra vopnaðir, en ákvæði í bandarísku stjórnar- skránni heimila sérhverjum þegni að bera vopn sér til varnar. Hlutverk varðsveitanna var tvíþætt: annars vegar að gefa umheimin- um til kynna að blökkumenn gætu líka, ef í hart færi, teflt fram vopnuðum sveitum, hins vegar að gera blökkumönnum almennt ljóst, að þeir ættu kost á vernd kynbræðra sinna, ef þeir réðust í pólitískar aðgerðir, sem væru handhöfum ríkisvaldsins á móti skapi. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.