Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 10
land stafi annars staðar frá. Aumingja einokunarkaupmennirnir dönsku að eiga ekki svona málgagn nokkrar aldir til að sanna Islendingum hvernig þeir vernduðu okkur gegn arðráni annara! Niðurlægingarástand Morgunblaðsins í þessum efnum er máske ein bezta sönnunin fyrir því, hver siðferðileg nauðsyn það er orðið þjóð vorri að losna við herinn og fá að staðreyna það að við getum lifað í herlausu landi frjálsir og óháðir öðrum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um brottflutn- ing Bandaríkjahers á kjörtímabilinu er því þýðingarmikill liður í sjálfstæðisbaráttu þjóð- ar vorrar fyrir að ráða ein landi sínu, snar þáttur í baráttunni gegn því hernámi hugar og hjarta, sem rekið hefur verið svo óvægi- lega og árangursríkt í skjóli hins hernámsins, — og síðast en ekki sízt: nokkurt framlag Is- lands til þess að stuðla að friði og samstarfi þjóða á alþjóðavettvangi. III. ÍSLAND VERÐUR EKKI EFNAHAGSLEG NÝLENDA Á NÝ Yfir vofði í iðnaðarmálum íslendinga að erlendu auðvaldi yrðu ofurseldar auðlindir fossanna með því að það fengi að reisa jafn- vel 20 verksmiðjur svipaðar Straumsvíkur- kastalanum, er reknar væru raforku, er það fengi fyrir gjafverð á kostnað þjóðarinnar. Þar með væri erlendu valdi veitt undirtökin í efnahagslífinu. 90% alls iðnaðar yrði á er- lendum höndum, ef þetta hefði tekist. Island væri þá orðið raunveruleg nýlenda erlends gróðavalds á ný. Þjóðin ofurseld erlendu auð- valdi, sem komið gæti sér upp voldugum leppflokkum og leppblöðum í krafti auðs síns og áhrifa að vild. Þess var jafnvel ekki svifist áð reyna að telja þjóðinni trú um að ef hún fórnaði ekki fossum sínum tafarlaust erlendu gróða- valdi yrðu þeir verðlausir og gagnslausir sak- ir ódýrrar atómorku á næsta áratug, — sem allt er blekking tóm. Það að gera Fjallkonuna að nýlenduam- bátt erlends valds*) var orðin hin þokkalega „hugsjón" ofstækisfyllsm auðdýrkendanna. Það var því ekki að undra þó þeir Morgun- blaðsmenn, er höfðu leppmennsku fyrir út- lenda að draumsjón sinni, fengju slíkt and- kommúnistískt brjálsemiskast fyrstu daganna eftir að alþýðustjórnin var mynduð, að sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins varð að grípa í taumana og stöðva æðið. Síðan hefur Morg- unblaðið ekki vitað í hvorn fótinn það ætti að stíga í stjórnarandstöðunni. Alþýðustjórnin hefur ákveðið að gera það að höfuðstefnu sinni í iðnaðarmálum, að stór- efla íslenzkan iðnað, einkum fullvinslu úr innlendum hráefnum, og koma í veg fyrir öll erlend yfirráð auðmagns hér, þótt samstarf undir íslenzkum yfirráðum væri hugsanlegt við erlent fjármagn á vissum svið- um. Hér er því brotið við blað og geigvæn- legustu hætmnni, sem yfir íslenzku sjálfstæði vofði, afstýrt. Alþý8ustjórnin íslenzka gerir það því að yfirlýstri stefnu sinni að varðveita grundvöll- *) Þorsteinn Erlingsson orðaði forðum ,,hugsjón“ þess- ara manna svo.: ,,Nú þykir þeim sælast að dreyma, að þú værir asni, sem uppí er hnýtt og íslenzkar þrælshendur teyma 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.