Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 42

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 42
d. Stöðnun i stofnun. Afleiðingin af þessari „upplausn i frumeindir" i félagslífinu, minnkandi fundarsókn fjöldans og vax- andi viðleitni hvers einstaklings að bjarga sér ,,á eigin spýtur" en ekki með átaki heildarinnar, er að hreyfingin sjálf breytist meir og meir í stofnun. — Verklýðssamtökin eru sama valdið og áður: vald verkalýðsins til að stöðva lífæð þjóðfélagsins, til að knýja fram kröfur stéttarinnar, — en starfssviðið verður fátæklegra og þrengra. Tilhneigingin er að hugsjón sósíalismans, vögguvísa verklýðsfélag- anna, hljóðni smátt og smátt, þótt fáninn rauði blakti og alþjóðasöngurinn hljómi á hátíðis- og baráttudögum sem tákn um upphafið og aflgjafann. Sósíalisminn var í upphafi i vitund verkalýðsins frelsi úr sáru fátæktinni. Og eftir að verstu fá- tæktarfjötrarnir brustu fyrir baráttu verkamanna — víða í Vestur-Evrópu — hefur sósíalisminn ekki verið mótaður sem lausn allra annarra vandamála auðvaldsskipulagsins eins vel og þörf er á svo fólkið skilji. öll þessi þróun verklýðshreyfingarinnar undir áhrifum sigra hennar á tímabili síð-kapítalismans, kallar á ný viðbrögð I baráttu og skipulagi verka- lýðshreyfingarinnar í heild. (Sömu fyrirbrigðin sýna sig og eftir að verkalýðurinn hefur tekið völdin, en eru ekki gerð að umræðuefni hér nú). V Verkefnin, sem verklýðshreyfingarinnar bíða á hinu nýja stigi baráttunnar, eru mikil og vandasöm. Hún þarf að losa verkamennina undan einangrunar- og upplausnartilhneigingunum, sem síðkapítalism- inn eykur svo á, — hún þarf að gera þá óháða álagamætti auglýsinganna, sem fyrirskipa með einskonar alræðisvaldi lífsvenjur „neyzluþjóðfé- lagsins", — hún þarf að gefa menningarlegt inni- hald, — fagurt, skemmtandi og vekjandi — vaxandi frístundum verkalýðsins, sem kapítalisminn reynir að fylla með sefandi, innantómum skemmtanaiðn- aði,* — og þannig mætti lengi telja. En verklýðshreyfingin þarf ekki hvað síst að gera lausn þeirra nýju vandamála, sem upp koma á þessu stigi kapítalismans, og einstakling- urinn nú glímir oftast einn við, að almennu félags- legu verkefni hreyfingarinnar I svo rikum mæli að full lausn fáist. Tökum sem dæmi vandamál verka- mannsins sem ibúðareiganda, raunverulegs eða væntanlegs. Eins og verkalýðshreyfingin leysti með félagslegu átaki, — faglegu og pólitísku I senn — vandamál hins daglega brauðs, eins verður hún með félagslegu átaki að leysa vandamál húsnæð- isins. Aðferðirnar til þess að ná þessu marki: að tryggja verkamanninum yfirráð hollrar og góðrar íbúðar, sem hann ekki eigi á hættu að missa, hvað sem gerist, geta verið margskonar, en sameiginlegt með þeim öllum er að knýja verður þær fram með sameiginlegu faglegu og pólitísku átaki og sé því ekki fylgt eftir með fullum sigri getur einstaklings- eignin á íbúðinni snúizt upp í fjötur og harmleik i stað sjálfstæðis og gæfu. Verkalýðssamtökin burfa að sanna hinum vinn- andi stéttum heila og handa, — verkamönnum, ctarfsmönnum, menntamönnum, — að einmitt með samhjálp og samheldni verði hin margvíslegu vandamál einstaklinganna bezt leyst. Og til þess að valda þessum verkefnum á hinum ýmsu sviðum mannlegs lifs, þá er nauðsynlegt að verklýðsfélög- in og stjórnmálaflokkur eða -flokkar verkalýðsins vinni saman, ekki á grundvelli kúgunar og einok- unar, heldur á grundvelli þroska og skilnings á samstöðuþörf og sú sameiginlega hreyfing þarf að ná til bæði hagsmuna- og menningarsviðsins. Reisn íslenzkrar verklýðshreyfingar er henni jafn nauðsynleg og hið daglega brauð. Verklýðshreyfingin hefur þegar sýnt að hún er sterkasta valdið á Islandi, hvenær sem verkalýð- urinn er sammála um að beita samtakamætti sínum. Verklýðssamtökin eru þegar orðin rikasti aðilinn á Islandi, hvað óbundið fjármagn snertir, — en þau hafa enn sem komið er látið aðra aðila ráða eins mikið eða jafnvel meiru um notkun þess fjár- magns en stéttina sjálfa.* Þau eiga auðvitað að ráða fé sinu sameiginlega sjálf, en ekki að vera undirlægjur annarra. Og verkalýðurinn getur ráðið þessu fjármagni sinu, hvenær sem hann hefur til þess sameiginlegan pólitískan vilja. „Vilji er allt sem þarf.“ * Halldór Laxness dróg upp myndina af þeim sorg- * Þessi atriði eru rakin nokkuð í greininni „Kaup arleik alþýðunnar i „Silfurtunglinu". gjald — rikisvald" í Rétti 1969 bls. 68 og áfram. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.