Réttur


Réttur - 01.08.1971, Side 36

Réttur - 01.08.1971, Side 36
ÚR ÁLÖGUM Sundurlausir þankar um menningararf og manngildismat, um álagamátt auóvalds og hugsjónatryggó alþýóu I Handritin eru að koma heim. En hvað um anda þeirra, boðskapinn, sem þau fluttu? Hvernig gengur að varðveita hann eða vekja að nýju? Hver var hann? Látum þann Dana svara, sem kom „þegar Fróni reið allra mest á“, — sem lærði íslenzku vegna „Hugsjón Njálu er ekki höjdinginn, ekki stórbóndinn, ekki smábóndinn, ekki farmað- urinn, ekki riddarinn, ekki klerkurinn. Hver er hún þá? MAÐURINN, gceddur atgervi og mannkostum.” Einar Ólafur Sveinsson, prófessor: Á Njálsbúð. Eddanna og íslendingasagnanna. Rasmus Kristján Rask skrifar: „Það skal vera min huggun og gleði að læra þetta mál og sjá af ritum þess, hversu menn hafa fyrrum þolað andstreymi og með hreysti klofið það. Ég læri ekki íslenzku, til þess að nema af henni stjórnfræði eða hermennsku eða þess konar, en læri hana til þess að geta hugsað eins og maður, til þess að útrýma þeim kotungs- og kúgun- aranda, sem mér hefur verið innrættur með upp- eldinu frá blautu barnsbeini, til þess að stæla hug og sál, svo að ég geti gengið i hættur óskelfdur, og að sál min kjósi heldur að segja skilið við líkamann en að breyla út af því eða afneita, sem h.'.n hefur fengið fulla og faota sannfæringu um, að sé satt og rétt.“ Mat manngildisins ofar öllu öðru, ofar auði og tign, hefur verið aðal Islendinga allt fram á þessa öld. Bandarískur menntamaður, sem hér dvaldi á striðsárunum síðari, sagði v:5 kunningja sinn: ,,Það 156

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.