Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 30
Lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins verði endurskoðuð í samráði við Stéttarsamband bænda og að því stefnt, að Stéttarsambandið semji við ríkisstjórnina um kjaramál bændastéttarinnar og verðlagningu búvara. Miðað skal jafnan við það, að kjör bænda veröi sambærileg við launakjör annarra vinnandi stétta. Ríkisstjórnin vill að opinberir starfsmenn fái full- an samningsrétt um kjör sín, enda hverfi þá öll sjálfvirk tengsl á milli launasamninga þeirra og annars launafólks. Ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að launa- kjör sjómanna verði bætt verulega og mun vinna að því m.a. með breytingum á l.nr. 79 1968 og með hækkun á fiskverði. Rikisstjórnin mun m.a. beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum í efnahagsmálum: 1. Að lækka vexti á stofnlánum atvinnuveganna og lengja lánstíma þeirra. 2. Að endurkaupalán Seðlabankans verði hækkuð og vextir á þeim lækkaðir. 3. Að vátryggingamál fiskiskipa verði endurskoðuð með það fyrir augum að lækka vátryggingar- kostnað. 4. Að endurskoða lög og reglur um ýmiskonar gjöld, sem nú hvíla á framleiðsluatvinnuvegun- um og stefna að því að þau verði lækkuð og felld niður. 5. Að söluskattur á ýmsum nauðsynjum verði felld- ur niður. 6. Að auka rekstrarlán til framleiðslu-atvinnuvega. 7. Að þreyta lögum og reglum um verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins þannig að unnt verði að tryggja hækkun fiskverðs. 8. Að gagngerð athugun fari fram á núgildandi verðlagningu á sem flestum sviðum í því skyni að lækka verðlag eða hindra verðlagshækkanir. ATVINNUMÁL Ríkisstjómin einsetur sér að efla undirstöðuat- vinnuvegina á grundvelli áætlunargerðar undir for- ustu ríkisvaldsins. Koma skal á fót Framkvæmda- stofnun ríkisins, sem hafi á hendi heildarstjórn fjár- festingarmala og framkvæmdir í atvinnumálum. Stofnunin skal gera áætlanir til langs tíma um þró- un þjóðarbúsins og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma, þar sem greindar eru þær fjárfest- ingarframkvæmdir, sem forgang skulu hafa. Stofn- unin fari með stjórn Framkvæmdasjóðs rikisins og annarra þeirra fjárfestingarsjóða, sem eðlilegt verð- ur talið að falli undir hana. Stofnunin skal hafa náið samstarf við aðila atvinnulífsins um það, hvað unnt sé að gera til að búa i haginn íyrir hverja atvinnugrein í þvi skyni að lækka rekstrarkostnað' og gera m.a. mögulegt að bæta kjör starfsmanna án þess að hækkun verðlags fylgi. Þær stofnanir og nefndir, sem fyrir eru og gegna skyldum verk- efnum og þessi nýja stofnun, verði camelnaðar henni eftir því sem ástæða þykir til. I tengslum við Framkvæmdastofnun ríkisins skal starfa sjóður undir sérstakri stjórn.sem veitir fjár- stuðning til þess að treysta sem bezt eðlilega þróu.n i byggð landsins. Eignir og tekjur atvinnujöfnunar- sjóðs gangi til þecsa sjóðs og aðrar tekjur eftir því sem ákveðíð verður síðar. Endurskoða ber skiptingu verkefna og valds á milli rikis og sveitafélaga í þvi skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Haft verði samráð við Samband íslenzkra sveitarfélaga og samtök sveitar- félaga í einstökum landshlutum um þessa endur- skoðun. Stefnt verði að því að rikisstofnunum verði valinn staður út um land, meir en nú er gert. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að helztu verkefni í einstökum atvinnugreinum verði þessi: Að fela Framkvæmdastofnun ríkisins að semja iðnþróunaráætlun, og verði í henni lögð höfuð- áherzla á uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar í eigu landsmanna sjálfra. Skal einkum stefnt að því að gera stórátak til að byggja upp fjölbreytían full- vinnsluiðnað íslenzkra afurða sjávarútvegs og land- búnaöar með því meðal annars að útvega verulegt fjármagn í niðursuðu- og niðurlagningariðnað, skipuleggja víðtæka markaðsleit og koma upp öfl- ugum sölusamtökum þessa iðnaðar. Að beina auknu fjármagni til iðnaðarins með það fyrir augum, að hann verði fær um að taka við verulegum hluta þess vinnuafls, sem sjá þarf fyrir atvinnu á næstu árum. Könnun fari fram á því, hvaða greinar iðnaðar hafi mesta þjóðhagslega þýðingu og þær látnar njóta forgangs um opinbera fyrirgreiðslu. Að halda áfram með auknum þrótti rannsóknum á möguleikum til islenzks efnaiðnaðar. Að leggja áherzlu á eflingu skipasmíðaiðnaðarins með það takmark fyrir augum, að Islendingar smíði að miklu leyti skip sín sjálfir og geti annazt viðhald fiskiskipa og kaupskipa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.